Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 121
117
fyrstu. Og jeg varð að bera af mjer blakið, þá er
í óefnið var komið. jpað mundi og hver annar
maður hafa gjört. Jeg var í mörg ár embættia-
laus, og jeg varð þá að afla mjer þess sem jeg
gat, með ærlegu móti. Sökum konu minnar og
barna varð jeg að gera það. Jeg keypti við út-
lenda kaupmenn, af því að mjer var það hagur,
og jeg hygg, að samvizkulega hafi konungurinn
enga heimild til þess að banna mönnum að kaupa
Vöru með góðu verði, betra verði en kaupmenn
þeir selja, er hann leyfir verzlun. Fyrir þvf
sýknar meðvitundin mig, enda er tóbak engin
nauðsynjavara. Menn þurfa ekki að kaupa það
framar en þeir vilja. Jeg hefi engurn þröngvað
til þess að kaupa af ir.jer. Að jeg hafi hækkað
landskuldir og leigur á stólsjörðum, er að vísu
satt. Jín sumar þeirra voru af formönnum
mínum leigðar vinum og vandamönnum með ótil-
hlýðilega lágum Ieigumála, og flestir landsetarnir
oru að sínu leyti betur efnum búnir en jeg með
tnína fjölskyldu. Jeg ber það því ekki þungt á
samvizkunni. Að jeg hafi verið riðinn við galdra-
nsál á yngri árutn mínum, er að vísu satt, þó
mjer heppnaðist að synja fyrir það með fortaks-
lausum eiði, að jeg hefði galdur eða fordæðu
nokkuru sinni lært nje brúkað nje þar með skaða,
gert. Nú hefi jeg andstyggð á öllu þess konar
og drottinn tilreiknar ekki aflagða synd. Að jeg
hafi aldrei stuudað guðfræðisnám nje tekið guð-
fræðispróf, er satt. En ef jeg gef, af mjer góð
' flæmi og kenni kristinndóminn hreinan og ó-
mengaðan, þá sýknar drottinn mig þar um«.