Draupnir - 20.05.1892, Page 66
69
»Jeg veit það ekki. |>að eru liðin mörg ár, síð-
an er jeg talaði við hann«, og hún hvessti augun
í öðru sinni á Árna. Hann stóð þar som hugsanch
og áhyggjufullur, leit undan, er hanu mætti auguiö
hennar, og gekk síðan inn.
Kristin mælti: »Hafðu ráð mín, berðu ekki
harmaþína ein, og þjer mun þá verða ljettara. Eaun-
ar eigum vjer bezta vininn hjer uppi«, og hún leit
til hæða; »en hann liefir hagað því svo, að jarð-
nesk vinarhönd getur opt þerrað tárin af vönguiö
vorum, og 'æskan þarfnast hluttekningar fremur en
elliárin. Hún er svo óþroskuð í skóla mótlæting-
anna. Komdu nú inn, barnið mitt! og treystu
drottni um fram allt. |>að svíkur engan. |>að geta
hinir gömlu bezt borið um«.
þórdís þagði og spurði sjálfa sig á þessa leið:
»A jeg þá nokkurn þann vin, er‘ taki þátt í þess-
um sorgum? I ástvinamissi t-aka margir einatt
þátt. En er hneisa er annars vegar, víkja verald-
arbörnin frá, segja menn. Og raunir föður míns
eru þannig lagaðar. Hann er kærður um óþokka-
mál, galdur og annað. Jeg þykkist lesa fyrirlitn-
ing, blandaða meðaumkvun, út úr margra augunn
er þeir sjá föður minn, og það engu síður úr aug-
um vina hans. Og við saklaus börnin drekkuiö
af því. En um það hirði jeg ekki svo mjög. Jeg
vil bera með honum. — Arni var einu sinni vinur
minn, og- lofaði að verða það. Nú skal reyna ú
gildi þess loforðs.- — jpessi friðar engill«, kvað húö
og leit til Kristíuar, »var sendur til mín á freist-
ingartímanum og opnaði augu mín. Jeg skal fylgj0,
ráðum hennar, að hverju sem mjer verða þau«'