Draupnir - 20.05.1892, Síða 91
87
Svikabrögð.
|>eir Arni Magnússon og Jón Vídalín sátu inni í
rúmgóðu herbergi með stórum glugga, báðir við
sama borðið, sinn hvoru megin, og höfðu opna bók
bvor fyrir framan sig. Sitt hvoru megin veggjar
stóðu uppbúin rúm, Jón las svo kappsamlega, að
æðarnar á enninu þrútnuðu, eptir því sem inni-
bald bókarinnar varð alvarlegra; Arni studdist á
olnboga fram á borðið, leit stundum á bókiua, en
stundum á Jón. Loksins rauf hann þögnína og
sagði: »Má jeg spyrja þig að einu, Jón?
»Gjarnan«, svaraði hann og fór þó aptur að lesa.
»Hvaða bók ertu að lesa núna?«
»Og upp á hvað?« mælti Jón.
»Mig fýsir að vita það«.
»J>að eru hermannalög«, mælti Jón og hjelt áfram
að lesa.
Árni mælti stillilega: »þ>á muu sagan vera sönu?«
Jón Vídalín hvessti á hann augun spyrjandi.
»Mjer hefir verið sagt«, mælti Árni, »að þú sjert
farinn að ganga þrisvar á dag í eina vissa kirkju
hjer í borginni«, og hann horfði fast á haun.
»Og hvað skyldi vera á móti því, þó að það væri
satt?«
»Margt«, mælti Arni, »ef mjer er satt frá sagt«.
Jón hvessti aptur á hann augun og svaraði stutt:
»Ertu enn þá ekki búinn að hefna hesttökunnar?«
Pór svo aptur að lesa af kappi.
»Eyrir löngu, Jón minn! er þess hefut. Meira að
segja: |>ú mátt nú eiga og njóta blómarósarinnar,
sem við kepptum um forðum. Jeg sá liana, þá er