Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 94
90
»Vei'tu rólegur, Jón!« mælti Árni og tók upp
bókina. »Gefðu mjer málfrelai litla stund«.
Jón þagnaði og kastaði sjer niður á stólinn
gagnvart honum og varpaði mæðilega öndinni.
Arni hvessti á hann augun og var einlægt hálf-
kýminn í bragði, en það æsti Jón mest, og sagði
stillilega: »Veiztu þá sjálfur, til hvers þeir Loptur
prestur eru að teygja þig í kirkjuna með gamla
Birni?«
»Nei — og — já.— f>að er einhvern veginn orðið
að venju fyrir mjer að ganga í hana með honum,
og einkum held jeg, að Jón Eggercsson hafi með
því viljað koma mjer í kunningsskap við tvo und-
irforingja við herinn, sem eru vinir hans, og sitja
eÍDlægt í sama stólnum og við. það vinn jeg
tvennt, fyrst að kynnast þeim, en það eru geðugir
meun, og þar næst að hafa einlægt fast sæti,
því að þeir hafa það á leigu. Jeg þarf þá ekki
að hrökklast til og frá á milli stólanua, þegar
eitthvað er um að vera og margir koma«.
»Hvað heldurðu þá, Jón minn! að Jóni Eggerts-
syui gangi til þess að gjöra þig kunnugan þessum
hermönnum? Hefir þá Jón þessi nokkru sinni
haft afskipti af nokkrum manni, svo að ekki hafi
hann jafnfram haft eitthvert óhreint áform á bak
við eyrað? Athuga nú vel orð mín«.
»Hvað illt getur honum þá gengið til?« mælti
•Jón Vidalíu svo sem við sjálfan sig.
»Já. það er nú búgt að segja, Jón minn! Sumt
>er hægt að sjá, en surnt stendur svo djúpt af
framtíðar-áformum hans, að tíminn einn leiðir það
í ljós. En það yeit jeg, að hann hefir grandgæfi-