Draupnir - 20.05.1892, Síða 99
95
Jón Eggertsson hafði nú ekkert með barnið að
gjöra, er Björn var farinn, og tók það því til ráðs,
að hann sendi Sigríði sinni það með nákvæmri
forsögn, hversu með skyldi fara. Skömmu síðar
fór hann alfarinn til Svíþjóðar.
Jón þorkelsson Vídalín fjell um hálsinn á Arna,
er þeir hittust næst, og sagði: #Nvi skal öllu stríði
Vera lokið okkar í millum. þú ert okkar skarp-
skyggnari, og hefir sýnt mjer mikið vinarbragð.
Illt má af illum hljóta, þar sem Jón Eggertsson
á hlut að.
Loptur prestur þóttist vel hafa sloppið, er hann
frjetti, að Jón Eggertsson hafði farið til Svíþjóðar
og að hann var nú laus og frjáls orðinn. Hann
lofaði sjálfum sjer því nú hátíðlega, að þetta lítil-
ræði skyldi verða hið síðasta þess konar, og að
hann skyldi aldrei framar gefa sig við egipzku
spekinni. Og hann hjelt það.
í Skálhoiti.
í Skálholti gekk allt með reglu og rósemi að.
öðru leyti en því, að þórður biskup var farinn að
missa heilsuna, sem ágjörðist meira, eptir því
sem aldur færðist á hann. Björn prófastur f>or-
leifsson hjelt þá Odda á Bangárvöllum eptir þ>or-
leif prófast föður sinn, bróður Sigurðar lögmanns.
f Einarsnesi. Björn var enn þá ókvæntur, hje-
gómagjarn og auðugur. Hann aðstoðaði opt þ>órð,
biskup í veikindum hans. þau frú Guðríður Gísla-
^óttir, kona f>órðar biskups, voru æskukunningjar..
Var þá sem optar gott mannval í Skálholti. Gísli,
8ýslumaður Magnússon frá Hlíðarenda var setzturr