Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 13
hló hann svo hryllilega, að ónotahrollur fór urn
síra Ólaf. Hann mælti, um leið og hann gekk
seint á burt: »]pið um það!« Daði lötraði á eptir
honum.
Við svo kallaðan Staupastein norður á hlaðinu
stóðu ungir menn og hálfvaxnir sveinar, sem sótt
höfðu erfið með feðrum sínum og frændum. Hinir
yngri ljeku sjer að því að stökkva upp á hann
jöfnum fótum. Hann stóð þá ofan jarðar og undir
honum steinar og þótti því nokkurt þrekvirki að
geta það. Eremstir í flokkinum voru tveir sveinar
á misjöfnum aldri, sem voru því nær jafnfræknir,
og viku hvorugur fyrir öðrum. Annar þeirra bar
af hinum að yfirbragði, svipmikill, fyrirmannlegur,
en ákafur í skapi. Hinn var fölleitur, skarplegur,
nieð svört, fjörug augu, og þótt hann færi sjer
nokkuð hægra, lýsti hver hræring huldu þreki og
einbeittum vilja. Nú bar þá báða að sama tak-
niarkinu. Hófu þeir sig á lopt og stóðu í sama
svip hvor á sinni hlið steinsins. Fyrr hafði hvor-
ugur orðið sigurvegarinn. Nú skutu þeir olnbogum
hvor að öðrum. Hinn yngri stóð tæpt og fjell
endilangur niður í saurinn. Hinn stóð hlæjandi
uppi yfir. Aðrir hlógu. jpórður biskup gekk út
með gestum sínum í sama bili. jpað stóðu yfir
heyannir, svo sem áður var sagt, og hver vildi nú
hraða sjer heim, er sorgarathöfninni var lokið.
He^arnir stóðu á hlaðinu. Á eptir biskupi gekk
kona með vínflöskur og bikara.
»Hver er sveinn þessi?« mælti biskup og benti
ú þann, un fallið hafði og þerrði gremjulega
saurinn af k’cróum sínum.