Draupnir - 20.05.1892, Page 148
144
Sigríður hvessti á hann augun með þegjandi
hluttekningu og þó meiri forvitni. Henni kom
hann eitthvað svo undarlega fyrir sjónir. Hún
gat ekki gert sjer grein fyrir, hvort það var held-
ur vel eða illa, — eitthvað einkennilega. þau
jpórður og þórdís höfðu dregið sig lítið eitt út úr
hópnum og ræddu hljótt saman«.
»|>jer eruð þá«, mælti prófastur við Jón, »svo
sem fuglar himinsins, áhyggjulaus?«
Jón svaraði ekki. Jfuglar himinsins voru svo
gjörsamlega ólíkir honum, — haus framgjarna anda.
Hann gat naumast tára bundizt og hugsaði með
sjer: »Hver veit, nema jeg verði að fara að læra
af þeim?»
Hann stóð upp og ætlaði að fjarlægja sig, en þá
reið tóm flaska frá sveinunum að höfði honum og
snerti að eins hægra vangann, og hvein við. Nokkrir
kölluðu til þeirra að hætta, en einn hafði orð fyrir
hinum, og mælti, að þeir hefði eins mikinn rjett
til brekkunnar og hinir. »Allir eiga alþing!«
»Hvað heitir þú, drengur minn?« spurði Jón.
»Jeg heiti Oddur«.
»Og hvaðan ertu?« spurði Páll Vídalín.
»Jeg er frá Eauðamel«.
»Sigurðsson frá Rauðamel?« mælti prófastur. »Lát-
um hann þá vera. Jeg þekki vel ætt hans. —
Faðir hans var sfra Sigurður Sigurðsson, sonarson-
ur Odds biskups Einarssonar í Skálholti; en móðir
hans er Sigríður Hákonardóttir sýslumanns Gísla-
sonar lögmanns frá Bræðratungu. Hann er ein-
birní og vanur því að fá vilja sinn«.
»Ög þó að hann roti menn!« mælti Jón Vídalín.