Draupnir - 20.05.1892, Page 46
42
og Jón biskup ætti ekki til langframa að skipa
Hóla-stól. Gísli varð ekki langgæður þar. Má
vera, að þessi verði það ekki heldur. Á síðasta
alþingi varst þú, ástin mín! dæmdur frá æru og
aleigu. Æran leikur nú raunar ekki í klóm þess-
arra hrafna, en fjeð gjörir það. Jeg veit nú ekki,
hvað til bragðs á að taka, hvernig jeg á að koma
fram hefndum. Seiðkonur mínar eru látnar. Sjálf
kann jeg ekkert, sem teljanda sje. Getur þú ekki
fundið upp eitthvert gott ráð, til þess að fyrir-
koma þessu illþýði. Jeg mun koma hjer hefnd-
unum fram, ef þú leggur ráðin á. I Danmörku
eru víst enn kostulegri galdrabrellur, en vjer höf-
um hjer, því að þaðan hafa þær borizt hingað.
Athugaðu nú þetta vaudlega, Jón minn! Bráð
nauðsyn ber til, því að allt og allir beinast að
okkur.
þín heitt elskandi eiginkona
Sigríður Magnúsdóttim.
Að þessu loknu gekk hún til eldahúss, innsigl'
aði brjefið, gekk síðan niður að Hörgá, tókþar reiðhest
sinn, stökk á bak á jafnsljettu og þeystist af stað
áleiðis til Akureyrar. Yatnsgusurnar skvettust upp
yfir höfuðið á henni í Hörgá. Svo reið htin út
allar mýrar enga mannavegu, og um morguninn
lá hún í rúmi sínu sem aðrir, og vissi enginn um
þetta nætur-æfintýri hennar.
Loptur prestur og ión Eggertsson.
Haustið var í nánd. Trjen og jurtirnar höfðu
lagt af sjer sumarskrúðið og ðen.tu á návist vetr-
arins. Stúdentar voru önnum kafnir að lesa vís'