Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 16
12
launa Arna Magnússyni hrakninginn. Jeg skal
fara í skólann, vera iðinn að læra, fara svo á
háskólann, fá góðan vitnisburð. J>á er jeg hólpinn.
|>á get jeg hefnt mín á Arna*. |>essu var hann
að velta fyrir sjer á allar lundir, þar til er þeir
riðu í hlaðið á Görðum daginn eptir, og hafði
hvorugur þeirra tekið eptir, að sólin var komin
hátt á lopt. Hestarnir voru góðir, nóttin hálfbjört,
veður hið bezta og nóg var að hugsa um, og voru
því engin undur, þótt tíminn liði fljótt og þægi-
lega.
Fagnaður skólasveina í Skálhoiti.
|>að var farið að hausta og heyannir voru íúti.
þórður biskup sat með ró og spekt að búi sínu,
rausnarlegur að vísu í veitingum, en hæglundaður
Og kyrrlátur, svo sem hann átti kyn til. þótti
Btjórn hans góð, en þó nokkuð á annan hátt en
meistara Brynjólfs.
Gamli-skólinn var risinn úr rústum, því að biskup
ljet gjöra við hann um sumarið, smíða nýja glugga,
hurðir og annað, sem skólasveinar höfðu skemmt
og spilh vetrinum áður, og tyrfa hann að nýju.
Margir voru úti fyrir skólanum af nýsveinum og
þeim, sem lengur höfðu verið við námið, er auð-
sjáanlega biðu eptir eúnhverjum nýnæmum. þeir
hlupu í ýmsar áttir, brugðu hendi fyrir augu og
horfðu austur að Hvítá. Biskup gekk um á
hlaðinu annars hugar, en gaf þeim þó stundum
hornauga. Loksins hrópaði einn laátt ofan tir
skólaloptsgiugganum, sem hann hjekk hálfur út ú/:
»þeir koma ! þeir koma — fyrir austan á!« Bisk íp