Draupnir - 20.05.1892, Síða 23
19
hugsaði; »Hversu líkt, og hversu ólíkt! — Hversu'
lík er þessi stofa þeirri, sem við Eagnheiður Brynj-
ólfsdóttir sátum og ræddum í!« Og hann bar kon-
Urnarbáðar saman í hjarta sínu. Mismunurinn var
harla mikill á milli hinnar dáuðu og hinnar lifandi.
Óviðjafnanlega mikill! Meistari Brynjólfur hafði
sagt: »Fórna þú lífinu afdráttarlaust þjónustu þína,
Ungi maður«. Og þessu boðorði var hann búinn að
fullnægja, eða hann hjelt svo. Bn hjartað er
heimur út af fyrir sig, jafnt óháð eigandanum og
allri veröldinni fyrir utan. Vjer getum kúgað það;
en samþykki þess fáum vjer aldrei á móti vilja
þess; og kúgað hjarta útilykur alla gleði, jafnvel í
glæsilegustu kringumstæðum.
Skólakennslan fór vel fram að vanda og vetur-
Jun leið allt að burtfararprófinu. |>á höfðu allir
tuikið að lesa. það var einn sunnudagsmorgun um
þetta leyti. Sólin varaðgægjast fram undan fjalla-
brúnunum og sendi skágeisla yfir á Vörðufell, sem
sPöglaði hverja syllu, brekku og grastó í Hvítá.
Binum megin endurspegluðust skýin á Undapolli
°g ánni í hvítum og bláum þverrákum, sem stækk-
uðu og minnkuðu á víxl, eptir því sem morgun-
golan ljek með þau um Ioptið. Kindurnar stóðu
á árbakkanum og bitu, og áin dró hlæjandi að'
sjer mynd þeirra svo nákvæmlega, að þær horfðust
f augu við fjelaga sína niðri í elfunni, sem voru ein&
forvitnir og hermdu hverja hræringu eptir. Heima
á staðnum voru skólasveinar árla á ferli, sumir að
fe8a undir burtfararprófið, sumir undir algjört burt-
fararpróf, og þar á meðal var Jón jporkelsson Vídal-
2*