Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 117
113
SóJin var fyrir löngu setzt, og það var búið að
loka staðarhliðunum. Hjaltadalur hjúpaði sig í
skugga. Há fjöll til beggja hliða innilykja dalinn
og gjöra hann líkan einliverju rólegu álfaheimkynni
f næturkyrrðinni. Hlíðarnar eru grasivaxnar og
dimm, svört björg hið efra. En eptir honum miðj-
nm kvíslast Hjaltadalsá, hreint og tært bergvatn,
og reunur alla leið til sjávar.
|>á er heimamenn voru gengnir til livíldar, laum-
aðist stórvaxin ltona fram með kirkjugarðinum að
sunnanverðu inn um sáluhliðið — tvö eru hliðin á
garðinum — og sveimaði á millum leiðanna, þar
til er hún komst að kirkjudyrunum og þreif í hún-
inn á hurðinni. Kirkjan var harðlæst. Hún átt-
aði sig skjótt, laumaðist norður með hliðinni, nam
staðar við frúardyrnar og hnykkti á. Hurðin gekk
upp, og Sigríður stórráða gekk inn og lokaði á
eptir sjer.
Allir voru gengnir til hvíldar nema biskup. Hann
var mesti búsýslumaður, og fór jafnau síðastur að
hátta og leit áður eptir öllu á staðnum, og eins
gjörði hann enu. þá gokk hann inn og leit eptir,
hvort allir væru komnir í rekkjur sínar, og það
var. Hann þreif í dyraloptshúninn; það var lokað,
að innanverðu. »lllur á sjer ills von«, hugsaði
hann, og í staðinn fyrir að fara að hátta, reikaði
hann út, er öllu þessu var lokið. þegar hann var
orðinn einsamall, varpaði hann af sjer gleðigervinu,
og þung raunaský svifu nú yfir andlit hans. Hann
tók fram brjef þórðar biskups og las hálfhátt:
»Landfógeti og amtmaóur ætla von bráðar norður
8