Draupnir - 20.05.1892, Qupperneq 124
120
unum svo sem manneyg naut, og rifu svo stórar
glompur á maga hvers annars, svo að skein í inn-
ýflin, — ljósbláa geiminn á bak við þau. En
þótt svona væri iiti, voru íbúar Kaupmannahafnar
ekki í bryggu geði. Hjer og hvar stóðu uppljómuð
veitingahús, búðir og skrauthýsi. Menn og konur
óku og gengu í leikhúsið, því að í kvöld átti að
leika skemmtileik einn, sem allir girntust að sjá,
er höfðu efni á því.
Úti fyrir gluggum leikhússins gekk hermaður til
og frá í kólgunni, á þykkum frakka, hnepptum
upp úr gegn, sem náði niður á kálfana og hafði
hvítan borðakranz lagðan í bak og fyrir, í bláurn
brókum, með hvítan lista utanlærs, og hávan,
loðinn hött á höfði, með hökubörð, hnepjjt undir
kverkina, svo sem hermanna siður er. Hann hjeh'
á byssu með löngum stálbroddi upp vir hlaupinu,
sem hann ýmist hóf upp með eyranu eða ljet síga
niðnr með hliðinni á sjer. Upp við vegginn skammt
á burtu stóð rauður, uppmjór trjekassi, sem varð-
mennirnir skýldu sjer í í ofsaveðrum. Leikhúsið
var fagúrlega uppljómað og söngur og hljóðfæra-
sláttur heyrðist út. Menn og konur, prúðbúin,
streymdu að hvaðanæfa, og leikhúsið tók á mótl
öllum. — Snjókornin fuku nú í stórum flyksum og
lituðu drifhvítan á svipstundu veslings varðmanninn
sem gekk til og frá, renndi hornauga inn í leik-
hússganginn, þegar hann gekk fram hjá, og
einn gestinn af öðrum hlaupa upp hiu bogadregnú
rið og hverfa inn í hið allrahelgasta. Hanu var
aleinn eptir úti í hríðinni og hugsaði með sjer:
»Illar heillir hafa töfrað mig inn á þennan veg-