Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 151
Jósefusar Flavíusar
Styrjaldar saga Gyðinga.
(Framhald af 1. ári „Draupnis11 bls. 156.)
Jeg ætla, að jeg megi með öllum rjetti ákæra
hina mælsku Grikki, a£ því að á þeirra dögum
varð styrjöld þessi, er allar aðrar eru ekkert hjá
að telja, er þeir þó ekkert um rita, en eigi að síð-
ur vilja þeir um dæma, að lasta verk annarra, og
það þeirra manna, er fremri þeim eru í góðu á-
formi, ef ekki í mælsku. Eitað hafa þeir um at-
hafnir Assýra og Mekkamanna rjett eptir þeim, er
fyrir þá höfðu slíkt ritað og villt farið í frásögnuín
sínum, fyrir því að þeir voru því eigi vaxnir,
annaðtveggja sökum efnis eða áforms, er þeir höfðu
til, þó aðrir hafi lagt stund á að rita það, sem
við borið hefir á þeirra dögum, svo að trúa má
því, er þeir ritað hafa, fyrir því að þeir voru
sjálfir við staddir viðburðina. þar með hafa þeir
haldið það svívirðilegt að fram koma með skrök-
sagnir fyrir þá, er bezt vissu, hvað skeð var, þó
þeir, eð annað tveggja hafa ritað oss fornar sögur
10*