Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 78
74
Galdra undirbúningur.
|>eir Loptur prestur og Jón Eggert3Son komu
Hokkrum sinnurn til stúdenta, og voru þeir skelk-
aðir við Jón í fyrstu, en haun gjörði sig mjúkan
á manninn og upprætti þannig grunsemi þeirra,
svo að hann var jafnan velkominn á meðal þeirra,
því hann var vel á sig komiun um ýmsa hluti, og
kunui frá mörgu að segja, er þá fýsti að vita.
Hann gaf sig einna mest við Jóni þorkelssyni
Vídalin, sem var ekkert hræddur við hann, og
hugsaði: »Jeg hefi vaðið fyrir ne'an mig. Jeg
geng einungis í kring um snöruna. Jeg veit, að
maðurinn er slægur og margbreytinn, og jeg hefi
gaman af að þekkja hann, að sjá, í hverju mest
eru fólgnir vitsmunir hans; hvort í mannvonzku
eða öðrum leiðandi hæfileikum#, og hann um gekkst
hann því daglega.
Við síra Lopt voru þeir góðir, þá er hann var
i Kaupmannahöfn, og þótti hann hafa orðið helzt
til hart úti við meistara Brynjólf fyrir litiar sakir.
Hann var jafnan í peningaþröng.
Síðla kvölds voru þeir Loptur prestur og Jón
Eggertsson á gangi eptir götum Kaupmanuahafnar
í rólegri samræðu, þar til er myrkrið fjell á og
ausandi rigning þar ofan á. |>á brugðu þeir
skemmtigöngu sinni og geugu inn í eina þvergötu,
sem lá út úr bænum. þeír fóru í ótal króka og
kyrna, áður en þeir námu staðar frammi fyrir
ljelegum stráþöktum raptakofa. Begnið buldi á
húsaþökunum allt í kring og rann í straumum
niður um pípurnar, svo að göturnar fiutu allt í