Draupnir - 20.05.1892, Síða 76
72
Biskup tók drjúgum í nefið, en svaraði ekki.
»Beldust tóbaks-baukarnir yðar eins vel fyrir
norðan og hjer syðra, herra biskup?«
Arni stóð upp, kvaddi jpórdísi með blíðu augna-
ráði, og sagði við Vigfús föðurbróður sinn: »Við
skulum ganga út, frændi! og tala um söluskilmál-
ana.— Hvert megum við fara til að ræðast viði
biskup?«
»Inn í herbe'rgið til vinstri handarx, mælti biskup-
»f>ar er blek, penni og anuað, sem við þarf«.
Vigfíis hneigði sig þegjandi fyrir biskupi með
hattinn í hendinni, og gekk inn. Arni fór á eptir
honum. Biskup leit fyrirlitlega á eptir þeim, og
skellti hurðinni 1 lás og gekk út.
þórdís sagði í hjarta sínu, angurbitin mjög:
»Svona hafa þá forlögin hagað því. Nú fæ jeg
ekki framar færi á honum. það var farið að líta>
svo vel út í milli okkar. Jeg skal þó bíða, þang-
að til hann kemur út. En Fúsi er alstaðar til
ills«.
f>eir Arni tóku sjer sæti, Vigfús var þá miklu
stilltari í bragði og mælti: »Ertu að hugsa um að
bindast tengdum við Jón biskup?«
Arni hugsaði sig um, hverju svara skyldi. —Jú!
Hann var farinn að hugsa um það. llaun fann
það í hjarta sínu, og játaði, að svo væri.
Fúsi sló á herðar honum, og sagði með napur-
legu háðsbrosi: »Láttu það bíða, frændi! þar til
er þú veizt, hvort biskup heldur ærunni, um það
mál hans eru á enda kljáð. Enn hefir enginn f
ætt vorri anað hugsunarlaust út í æruleysi, ekki
einu sinni þótt það væri vafið í biskupsskráða!"