Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 72
68
yar eitthvað svo afundinn«, og tárin komu aptur
fram í augu hennar.
»Jeg skal þá spyrja hann um það«, sagði Sig'
ríður.
»Nei! Fyrir hvern mun. Gerðu það ekki.
Faðir okkar má ekki vita um, að jeg viti þetta«.
»Jeg skal þá gera það«, hrópaði einhver með
ivellum róm á baki þeirra. »Jeg skal ná honum«-
f>ær litu báðar við, og hálfstálpaður piltui’i
svipmikill og alvörugefinn, fiatmagaði í sinunni, eB
stökk nú upp, er hann heyrði á ræðu þeirra.
þórdís varð fyrri til máls: »þ>jer er þó aldrei
alvara, þórður?«
»Jú. Víst er mjer alvara, þórdís!«
»Ætlar þú að biðja Arna um það?«
»Nei. Jeg ætla að biðja guð um það, og vinna
svo að því sjálfur#.
Henni varð rórra i skapi. Sigríður notaði þetta
tækifæri og gekk til stofu. þórdís mælti: »Jeg
sárbæni þig, |>órður! Hlauptu nú ekkert á þig, &
meðan Arni stendur við. þ>ú bætir ekkert með
því. Og svo skal jeg segja þjer nokkuð. Je£
heyrði föður okkar segja Jóni sýslumanni, að hann
ætlaði að sigla í haust. — þá getur hann sjeð um
þetta sjálfur«.
þórður glotti. Hún horfði aptrandi á hann.
jpannig voru þau um stund, svo sem þau væru að ,
lesa hvort annað ofan í kjölinn.
þegar Sigríður kom inn í stofuna, mælti biskup
við Árna: »|>etta er yngsta dóttir mín«; tók undV
höku hennar og kyssti hana, og sagði um leið;