Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 9
6
henni, að jeg gleymdi öllu, dauðu og lifanda, en
söng og ljek langt fram á nótt«.
»Um stundar sakir, síra Ólafur minn! Hjá yður
deyr vonin aldrei til lengdar«, mælti biskup stilli-
lega og gekk út úr garðinum. Síra Ólafur gekk
og út í humótt á eptir honum.
»|>að er satt, sem biskup sagði. Vonin er ó-
dauðleg í brjósti mínu. En hvers á jeg nú að
vænta? — Margs, margs! Lífið er eilífur vonar-
akur. Hví skyldi jeg þá hætta að vona?«
»Já, hví skyldum við nú vera efablendiu ?«
mælti einhver við hliðina á honum.
Prestur leit við, og sá tvo menn og eina konu
standa austan undir brytaskemmu í djúpri sam-
ræðu.
•Ymsir flika auði,
pá út er borinn sá dauði,
Torfi prófastur!« mælti prestur til þeirra, og
gekk leiðar sinnar.
Síra Torfi leit við og hin sömuleiðis.
»f>að var sira Ólafur Gíslason, börn mín! Ósak-
næmt gaman mælir hann. — Já, hví skyldum við'
nú vera efandi? Brynjólfur biskup er látinn og
með honum eru fallnar skoiður þær, sem í vegi
hafa staðið«.
»En, faðir minn!« mælti konan, sem var Ragn-
heiður dóttir hans, og hallaði sjer upp að brjósti
föður síns. »Hann var því svo andstæður og það
nættist opt, er hann spáði«.
»Ó, barn mitt! Hann lítur öðru vísi á hlutina
nú, og gefur ykkur nú ef til vill andlega blessun
sína. f>að er annað hausthugi og annað vorhugi*.