Draupnir - 20.05.1892, Page 87
83
up, og hann hugsaði með sjer: »Hjer sit jeg við
hlið hinnar verstu konu!«
Sigríður snöri sjer til sessunauts sins og mælti
brúkmannlega: »Nú þykir mjer vel á fara, er
konur dirfast að velja sjer menn, hvað sem að-
standendur segja. það eru þó framfarir, og aðr-
ar meiri munu fara á eptir«.
Biskup setti upp stór augu: »það eru að minni
hyggju apturfarir, húsfreyja#!
»Hvað kallið þjer þá framfarir, herra biskup?«
»Jeg muudi kalla það framfarir#, mælti hann og
hueppti og afhneppti hempuermi sinni í sífellu,
tneðan hann talaði, »ef menn næðu að halda eign-
um sínum og embættum óáreittir, — og ef galdra-
ðfögnuðinum væri á burtu stökkt«.
Hún hvessti forviða á hann menguð augun og
sagði: »það datt mjer aldrei í hug, að þjer óskuð-
uð þess, herra biskup!«
»Og af hverju ekki, húsfreyja?«
»Af því að það er altalað, að þjer sjálfir hafið
Unnið marga kostulega hluti með þeirri speki«.
Biskup hóstaði og hvítnaði. »Jeg þakka yður
fyrir kurteisina, hrisfreyja góð! Bn jeg verðskulda
hana ekki«.
»Jeg veit, að þjer viðurkennið það ekki, meðan
brennudómar eru ekki rrr lögum numdir. En við
6rum komin inn í heim þennan sameiginlega, og
^jótum gæða hans og galla sameigiulega, og hag-
^ýtum þess konar eptir eðlisfari voru. Nú velur
einn þetta, annar hitt. Én mjer sýnist sem allir
hngurnir verði jafnir, "þá er í lófann koma«.
6*