Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 85
81
»Jeg ætla það og«, mælti frúin raunalega, »með
því að börnin okkar verða að ganga að allri vinnu,
8em annað erviðisfólk«.
»Ef ekkert væri nú þyngra en það, Guðríður mín!«
tnælti biskup og spýtti. »Af miajöfnu þrífast börn-
in bezt«.
»Hvjenær kemurðu aptur?« spurði hún.
“Lengur en viku verð jeg ekki að öllu sjíllfráðu«.
Lór hann þá af stað, reið Hjaltadalsheiði og gisti
að Myrká; þar þurfti hann að koma. þaðan fór
hann snemma morguns og hjelt inn í Eyjafjörð.
A leiðinni furðaði hann sigyfir því, hversu margir fóru
tnu veginn og alla vegu, þar er hann sá til. Hjelt
^ann, að eitthvað væri um að vera, og hafði orð á
S?ví við fylgdarmennina.
»Já«, sögðu þeir. »Magnús Benediktsson frá Hól-
er að gipta sig í dag«.
»Já«, mælti biskup og rámkaði við einhverju.
“Svo mun vera. Jeg hafði gleymt því. Jeg var
þó boðinn«.
“Og nú komið þjer þá í opna skjöldu«, mæltu
þeir. þetta mega kallast forlög«.
»Jeg held það«, mælti biskup og tók í nefið. »Jeg
^eld það. Jeg get ekki riðið fram hjá, fyr3t jeg
er á ferðinni á annað borð, þótt mjer sje lítið um
hitta Sigrfði hina stórráðu, móður Magnúsar,
°g lítið um Jón Eggertsson, stjúpa hans. Jeg get
þó eigi annað en komið þar«. Hann hugsaði sig
þó betur um. »Nei! Jeg fer ekki. Ingibjörg gipt-
á móti vilja Solveigar Magnúsdóttur, móður
8lunar. Jeg vil ekki missa vinskap Gísla bróður
6