Draupnir - 20.05.1892, Qupperneq 109
m
lengra í burtu kvakandi til hafs. Sjórinn var sljett*
ur, að eins með einstöku hvítfextum öldum í fjar-
lægum bláma í vestrinu. Heima á háreisru bisk-
upssetrinu heyrðist hundgá, því að einlægt voru
einhverjir að koma og fara, því að nú var laugar-
ðagskvcld, og voru meun því lausari við vinnuna.
Eptir að gestirnir höfðu setið um liríð og drukkið,
æsktu þeir eptir að sjá kirkjuna. Biskup veitti
þeim það. »þarna«, mælti biskup og studdist við
gráturnar, »er altarisbríkin mikla, hin fegursta, sem
til er á öllum Norðurlöndum. — Nei, önnur sams
tonar, þó með öðrum skurðarmyndum, er til í Hró-
arskeldu, þar í dómkirkjunni*. Og liann opnaði
hurðirnar á bríkinni. Gestirnir virtu fyrir sjer
myndirnar og dáðust að þessum logagyllta riddara-
skara. þvílík gersemi var ekki til í Skálholts-
^irkju, þótt hún væri fyrir hinni, bæði eldri og
auðugri. (þessi brík er enn til í Hólakirkju). f>eir
íóru þá að lesa sig fram úr myndunum og bislcup
leiðbeindi þeirn, því þær voru allar úr ritningunni.
Tvær ungar konur horfðu á bríkina yfir öxl þeirra,
ekki af því, að þær hefðu ekki sjeð hana fyrr, því
að þetta voru þær þórdís og Sigríðui^ dætur Jóns*
biskups, heldur til þess að vera með.'-' þórdís stóð
á baki Birni prófasti og var harmþrungin, þótt
bún reyndi að dylja það. Biskup gaf henni horn-
auga. Sigríður var stillt og hugsandi. Magnús var
glaður, en alvarlegur, svo sem sómdi aldri og ekkils-
^ómi hans. Biskup, sem var hreifur af víni, bar
svæfðar sorgir sínar vel. Björn prófastur ljómaði
af ánægju, með unnustuna, jafn-hamingjusama, sjer
við hægri hönd. Heimamenn og konur stóðu utar