Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 22
18
Biskup leit stöðugt framan í hann. Jón sá, að
ekki tjáði að færast undan, leit niður fyrir sig og
sagði: »|>etta eru nú siðvenjur okkar skólapilta, er
nýir sveinar koma«.
»j?að er ókurteisleg siðvenja, Jón minn! Eð.
hafið þið nokkru sinni sjezt áður?«
•Ekki er það teljandi, herra! Einu sinni hjerna
uppi á Staupasteininum*.
»Við jarðarför meistara Brynjólf8?« mælti biskup
og stundi við.
Báðir játuðu í senn.
»Og hvor ykkar bar þá lægra hlut?« spurði
biskup.
»Jeg«, mælti Jón.
»f>á mun fara bezt á, að þið jafnið sjálfir sakir
ykkar. En jeg ætlast til« — og hann leit til Jóns —,
»að þið, sem eruð nærri því búnir að Ijúka námi,
stillið nýsveina, en æsið þá ekki; en þetta kemur
ekki optar fyrir«. Gekk biskup þá inn, en þeir
litu hvor til annars með einbeittlegu augnaráði.
Húsfrú Guðriður stóð við glugga og var í ein-
hverju fáti að fægja rúðurnar, þá er biskup gekk
inn. Hún leit ekki frá verkinu, en sagði: »Hvaða
gröf var síra Ólafur að tala um?«
Biskup brökk saman. Hann tók ekki eptir, að
neinir væru inni, og þá lætur rofin þögn geigvæn-
legar en ella 1 eyrum : »Síra Ólafur veit á stundum
varla, hvað hann segir, elskan mín!«
»Nú!« — Og það var langt nú. Hún lagði fr£
sjer þurrkurnar og gekk inn í annað herbergi og
hugsaði: »Satt hefir Björn |>orleifsson sagt«.
Biskup gekk á eptir henni og litaðist um og