Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 134
130
mannþyrping. Nam hann þá straðar og komst
ekki lengra. »Hvað er hjer um að vera?« spurði
hann.
»|>að er líkfylgd Jóns Bggertssonar frá Svíþjóð«,
sagði einhver.
fórður leit um öxl sjer á mann þann, sem talaði,
og sá, að það var Jón jporkelsson Yídalín. »Og
stendur þú hjer?« spurði Jpórður, »til að fagna þeim,
er fjalirnar geyma?«
»Jeg veit ekki, hví jeg stend hjer«, mælti Jón.
»Jeg er eins og andi, sem hrergi á heima. Jeg
veit eigi, hvort jeg á að fagna eða hryggjast yfir
lausn minni úr herþjónustunni«.
»Nú ertu þá orðinn laus?«
»Jeg get orðið laus, er vill, þ>órður!« kvað Jón.
»jpá muntu ætla að halda heim til íslands?«
spurði fórður.
Jón hristi höfuð og mælti: »Jeg veit það ekki.
jþað er svo margt breytt, síðan er jeg gekk inn í
herþjónustuna, að jeg örvænti mjer nú uppreisnar—-
nokkurrar nýtilegrar uppreisnar — heima á Islandi,
og hjer líka«.
»]pú ert þá búinn að skipta á þrekinu og frjáls-
ræðinu. Hagir mínir eru nú og eigi glæsilegir,
þar sem jeg hefi orðið að sækja rjett minn undir
högg æztu valdamanna á Islandi, og er eigi nema
rúmra sautján vetra. Jeg hefi þó tífaldan lcjark
við það, sem jeg hafði í gær. Bn jeg skal gefa
þjer ráð, sem getur orðið þjer að Iiði, ef þú fer
hyggilega með«.
»fú ert þá stór-lítill«, mælti Jón, »ef þú ræðu
fram úr vandræðum mínum«.