Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 68
64
»Galdraryktið«, mælti sýslumaður.
»Ekki það eingöngu. því hefi jeg hrundið með
eiði. þar sem þeir rengdu vígslubrjef mitt, þá get
jeg að vísu hrundið því líka, því að meistari Brynj-
ólfur Sveinsson vígði mig í margra votta nærveru,
ng eru nokkrir þeirra enn á lífi«.
Hvað er það þá, sem helzt hrellir þig?«
Biskup þagnaði, og auðsjáanlega vildi hann helzt
-ekki tala um það, er lá þyngst á huga hansog hann
sá engan veg til þess að sleppa vel frá. jpað hlaut
hann þó að gjöra, annaðhvort með heiðri eða van-
heiðri. »Jeg hugsaði, að aldrei kæmi til þess«,
mælti hann um síðir svo hátt, að þau Arni heyrðu
það og, fóru þau nú betur að taka eptir umtalsefninu.
Jón sýslumaður lagði eyrað við, en biskupi var
ekki ljett um málið, og þagði góða stund, áður en
hann sagði: »Guðfræðisexamén mitt, — það ligguí
mjer þyngst á hjarta«.
Sýslumaður mælti hálfhátt: »Jeg kann ekkert
•betra ráð en það, sem þú valdir þjer á þinginu#.
Biskup horfði á hann, svo sem hann krefði| frek-
ara svars.
»]?ögnin er snjallasta ráðið«, mælti sýslumaður.
»Hún verður aldrei til þings borin, og í því máh
verður naumast þvingunarvaldi við komið. Að
minnsta kosti má draga það mál lengi«.
Biskup mælti: »Jeg veit, að þú ert góður laga'
maður, sem faðir þinn. Jeg hefi og dálítið vit &
lögum. En það er sem mjer falli allur ketill í eld
í mínum eigin málum, — í mínum eigin kröggum«.
»það er vorkunn, mikil vorkunn, herra biskup'
jþögn er að sönnu þungt vitni í sakamálum. Bö