Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 30
26
»Jú, góður víst. En undarlegt þykir injer, að
jeg get ekki borið haun«.
•Hverju spáir þú um það?»
»Að ást þín verði mjer of stór og einungis end-
urminning, hver áhrif sem hún kann að hafa á líf
mitt«.
•Ónáttúrlegur spádómur af ungri stúlku, þórdísU
»Jeg finn það líka, Arni! En svona leggst það
í mig. Og því miður hefi jeg verið nærgætin um
ýmsa hluti. það Iiggur í ætt minni«.
»Fari svo, að ást mín verði þjer ekki samboðin,
þá fá mjer hringinn aptur, og mun jeg þá í þinn
stað geyma endurminninguna».
Hún brosti sorglega, en honum líkaði það ekki.
Ast og gleði þola engar mótsagnir. Hún tók upp
litla öskju, tók upp úr henni hring, lítinn kvenn-
hring raeð steinum og perlum. »Arni!« mælti hún,
»|>ennan hring hefir móðir mín gefið mjer, og hefi
jeg það um hann mælt, að þeim manni ynni jeg,
er hann bæri. Núvil jeg gefa þjerhann til merkis
um, að jeg hefi fundið þann. Reyn nú, hvort
hann er við hæfi«.
* Arni dró hann á einn fingur á fætur öðrum, og
hann komst einungis upp undirhnúa: «Of lítill«, mælti
hann, »og þinn of stór. Hringirnir dæma huldu á
ást vora«. Hann stakk honum þá í vasa sinn, því
að biskup kom að í því og þótti honum dveljast
lengi. Vatt hann þá bráðan bug að burtbúningn-
um og varð ekkert frekara af samræðum þeirra þór-
dísar að því sinni.