Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 157
153
aðist hvern dag að eyða borginni, og kom svo, að
'OÍurvald hans þröugvaði nokkurum rnönnum að
taka til varnar móti harðindum hans. Mattías
hjet prestur einu, Asmoneusson, frá bæ þeim, er
Módin hjet. Vopnaði hann sig og sína menn, því
að hann átti fimm sonu, og lagði Bakkhides með
knífi til bana, og fyrir því að hann óttaðist mjög
ofurfjölda varnarliðsins, þá flýði hann þegar til
fjalla. Komu þar margir til hans og dirfðist hann
við það og fór þegar að hershöfðingjum Antiókus-
ar, átti við þá orrustur, fjekk sigur og rak þá af
{jyðingalandi. Sakir bamingju hans voru honum
'feugin æztu völd, er hann hafði frelst lýðinn frá
þrælkan. Andaðist hann litlu síðar, og tók þá
forræðið Jódas, hinn elzti sona hans, allra kappa
mestur. |>óttist hann vita, að Antiókus konungur
mundi skjótt á hefnileið snúa, og safnaði rösku
liði að sjer af Gyðingum, og gjörði samband við
Bómverja og hóf það fyrstur. Antiókus sendi
marga herflokka í landið, og fengu þeir allir mann-
tjóu og ósigur. Ljet Júdas og eigi þar við standa,
og nýtti sjer sigur sinn, og fór að varnarliði því,
er lá í borginni, og rak það úr efri borginui í hina
neðri í þann hluta, er Akra hjet. Að því búuu
tók hann musterið, hreinsaði það og Ijet byggja
múr um og smíða ker til þjónustugjörðarinnar,
er færð voru í musterið, í stað þess er vanhelgað
var. Ljet hann gjöra musteri af nýju og hóf við
það aptur guðsþjónkanina. Að því búnu dó Antiók-
us illum dauða. Tók ríki eptir hann sonur hans
með sama nafni1. Hataði hann Gyðinga sem
1) Hann var auknefndur Eupator.