Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 131
127
f>etta er Jón Vídalín, en í svo vondu skapi sem
banhungrað ljón. Fólldð er alstaðar á gangi, og
hermaður, sem stendur á verði, má ekkert orð
tala. Hvað get jeg gert? — Eætt við sjálfan mig
svo sem ofviti eða fáviti, eða sem drukkinn maður,
og láta svo lögregluliðið taka mig fastan? Jeg hætti
aldrei fyrr en í fulla hnefana. Jeg hætti á það,
hvernig sem fer«. J>órður gekk fram hjá Jóni og
mætti gnístrauda, hörðu augnaráði. Hann mælti
lágt fyrir munni sjev: »J>ormóður, Arni, síra Lopt-
ur. Nr. 113, í Strandgötu, kl. 12 í kvöld«.
Jón leit við og skildi, við hvað hann átti, en
svaraði engu.
jpórður fór um fram, snöri við, kom aptur og
mælti: »Jeg vænti svars«.
Jón sagði eins og við sjálfan sig: »Jeg er í eld-.
lausu helvíti!«
f>órður gekk aptur fram hjá: »Já eða nei!«
»5þá er varðtíðin er úti«.
Enn gekk hann fram hjá: »Hvenær verður húu
úti?«
»|>á er fordæmingarhliðin verða upp látin, og
farðu nú!«
jpórður mælti við sjálfan sig: »Jeg er engu nær.
Er maðurinn vitskertur? ]j>i\ð var gæfa, að enginn
heyrði. Hann talaði svo hátt«.
Síðan skundaði hann aptur heim til fjelaga sinna.
Heyrði hann þá ókunnugt raannamál inni fyrir,
nam staðar við dyrnar, og heyrði, að verið var
að spyrja tíðinda og segja.
»Jón biskup Vigfússon á Hólum dauður#, sagði
einhver.
1