Draupnir - 20.05.1892, Side 96
92
an veg, þá skal jeg forðast harni í stáð Jón9
Eggertssonar. J>að má gjöra honum rangar get-
sakir svo sem öðrum mönnuma.
Jón tók þá hatt sinn og gekk út í miklum
geðshræringum, reikaði úr einni götu í aðra fram
hjá prúðbúnum yngismeyjum, skrauti skreyttum
búðargluggum, börnum, vögDum, og hverju, sem á
leið hans varð, án þess að veita því nokkra eptír-
tekt. Allt í einu stóð hann við, sló hendi á axlii1
á gömlum, lotnum manni, sem skálmaði á undan
honum í gegn um manngrúann, og mælti kump-
ánalega: »Loptur prestur!#
Síra Loptur hrökk saman, leit framan í haun
og sagði í fáti: »Jón þorkelsson Vídalín!«
»Já. Rjett þekkir þú mig. Gakk með mjer.
Jeg þarf að spyrja þig að nokkru«.
»Mig?« sagði prestur og varð dreyrrauður í fram-
an, en spurði einkis framar.
Jón hjelt á fram og gekk í hægðum sínum við
hlið hans: »Mjer hefir verið sagt, að vinfengi
Jóns Eggertssonar við mig væri hrekkja-yfirvarp-
Seg mjer nú satt um þetta, því að jeg veit, að
þið eruð vinir«.
Loptur fölnaði, og varð honum orðfátt.
Grunsemi Jóns jókst við þetta. Hann kreisti
handlegginn enn fastara að armi Lopts prests og
mælti: »Jeg særi þig við drengskap þinn, að þú
segir mjer hið sanna«.
Loptur svaraði ekki og hugsaði: »Jeg hefi ein-
ungis verið meðhjálpari Jóns. Nauðugur hefi jeg
lofað að skíra barnið. En jeg hefi engin mein-
ráð lagt gegn Jóni þorkelssyni. Jón Eggertsson