Draupnir - 20.05.1892, Side 149
145
Rjett í þes3u kom sendisveínn frá landfógeta til
Jóns Vídalíns þess erindis, hvað hann ætlaði fyrir
sjer framvegis, hvort heldur að skilja þar við hann
^ á þinginu, eða verða sjer samferða suður á fund
móður sinnar, þegar hann færi, sem ekki myndi
dragast lengi þaðan af«.
Hjer var úr vöndu að ráða: »Til móður minnar
sem fyrst«, mælti hann, feginn að komast heim
þangað í fátæktina og í kærleikann, því að enn
var hann þjakaður af þunga örlaga sinna, og hann
vantaði styrk til að hefja sig yfir atvikin með
sjálfstæðri tign. Hann var þreyttur, en ekki lam-
aður, og löngun til þess að njóta gæða heimsins
ríkti sterklega í eðji hans. En það var enginn
w mögulegur vegur til þess að fá henni framgengt.
Fyrir því var bezt að draga sig af sjónarsviðinn í
skuggann.
»Seg landfógeta, að jeg fari með honum heim til
móður minnar«, mælti Jón jporkelsson við sendi-
sveininn. Hann hljóp aptur.
»Heim til móður þinnar?« mælti jpórður Jónsson,
sem kom að í þessu. »jpá höfðum við rætt það
öðru vísi í Kaupmannahöfn. Nei! Að Skálholti
skaltu fara, og helzt núna undir eins með Birni
prófasti. Við skulum ganga til landfógeta og ræða
um það við hann. Nei! Ekki jeg. Við erum engir
V vinir. En ræð þú um það við hann. Hjá móður
þinni hefir þú ekkert að gera, nema að eyða því
litla, sem hún hefir að lifa af, og það verður þjer
heldur að engu liði. Jeg skal tala betur við pró-
fast um þetta«.
10