Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 101
97
arsson, kirkjuprest: »J>órður minn vill íinna ykkur
að máli«.
jpeir hneigðu sig samþykkjandi og gengu út.
Hinir flestir fóru litlu síðar út og þau urðu þá
tvö ein eptir, Björn prófastur og frú Guðríður,
nema synir þeirra biskups, Brynjólfur og þórður,
sátu þar og tefldu kotru.
þorleifur prófastur brá göngu sinni og settist
niður. »Hvað gengur að biskupi?« mælti
hann, til þess að rjúfa þögnina, því að það var
sýnilegt, að hvorugu var utn annað gefið.
»Og það eru hans vana-veikindi, fótaveiki og
annað«, sagði frúin blátt á fram, því að veikindi
svo sem hvað annað geta orðið að vana. »|>jer
setlið norður, prófastur! Eða er ekki svo?«
»Já, húsfrú góð! Svo er til ætlazt«.
»Og þjer sláizt líklega í för Magnúsar Sigurðs-
Sonar í Bræðratungu? Hann þykist víst nógu
lengi hafa unað ekkilslífinu!«
Prófastur hló og svaraði í sama tón: »Já. Jeg
teld, að bezt fari á því, að báðir brúðgutnarnir
fylgist að«.
»Jeg er hlessa«, mælti hún, »að nokkur skuli fara
giptast inn í ætt Jóns biskups, eitts og nú er
ástatt fyrir honum«.
»|>jer hafið líklega, húsfreyja góð! heyrt þetta
°rðtak: Ast er engin verzlun«, svaraði prófast-
'Ur.
»Ast!« mælti hún og hló kaldahlátur.
Brófastur leit spyrjandi á hana og engan veginn
^inalega.
7