Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 139
135
inu, sem gjörði það enn lengra en það í raun og
veru var. Iivor þessarra kvenna hafði sitt að
kæra. Sigríður hafði frjett dauða Jóns Eggertsson-
ar, bónda síns, og gat ekki haldið kyrru fyrir.
Hún ætlaði á þinginu að finna einhverja, sem gætu
frætt hana um afgang hans út af heiminum, og
til hverrar hafnar líkkista hans yrði send. Enn
hafði hún engan hitt, sem gætt frætt liana á því.
En hin konan, þórdís Markúsdóttir frá Háeyri,
kona Guðmundar Vests, var þar í galdramálarekstri,
og sagði við Sigríði: »Jeg hefi sjeð þig hjer fyrr
á þinginu, ljúfan mín!«
Sigríður mælti: »|>að er alllíklegt. Jeg hefi
komið hingað, þegar brýn nauðsyn hefir borið til«.
»Hver nauðsyn?« spurði þ>órdís.
»Benedikt Pálsson, fyrri maður minn, bar mig
hórdómi, og varð jeg að synja fyrir það með eiði
á þingi og sverja hjónabandsbörnin upp á hann«.
»Illur áburður á heiðvirða og skírlífa konu!«
»því heiðvirðari sem konan er, þórdís mín! því
rneiri ásókn er að mæta«, mælti Sigríður. »|>að er
gangur heims þessa«.
»Já!« kvað þórdís og skók höfuðið. »Jeg hefi og
fengið Rkarþefinn af því um dagana. En, ljúfan
mín! Jeg hefi heyrt, að þú sjert fjölvitur kona,
og vildi sækja ráð að þjer?«
»1 hverju helzt?«
»|>egar málnytan er orðin lítil, hvað er þá væn-
legast til ráða?«
»Að útvega sjer tilbera«, mælti Sigríður.
»Tilbera! |>að er nú ekki svo ervitt að veita
sjer hann. Til þess þarf ekki annað eu rif úr