Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 29
menntamál
63
bréfum. Sama um náttúrufræði, þótt þar hafi verið úr bætt að nokkru.
Þörfin er meira verklegt og félagslegt nám.
8: Skólarnir sníða nemendur sína of mjög i sama mót. Krafan um
ákveðið nám er of mjög drottnandi, og því er skólunum gefið minna
svigrúm en skyldi til starfshátta, er hefðu meira uppeldisgildi. Ég
held t. d., að of miklum tíma sé varið til að kenna landafræði og jafn-
vel nátlúrufræði í barnaskólunum, en mætti aftur auka kennslu í
þjóðarsögunni, kristnum fræðum, og þá einkum með munnlegum frá-
sögnum, svo og handiðju og söng og öðru því, sem þjálfar og fágar.
1: Of mikil áherzla mun almennt lögð á bóklega fræðslu (ítroðn-
ing), og þó með takmörkuðum árangri, vegna þess að of margt er
tekið fyrir og misjafnlega tekst að vekja áhuga nemendanna. Of
lítil áherzla lögð á Jtroskun vlija- og tilfinningalífsins og félagslegra
dygða.
23: Of mikil áherzla lögð á þekkingu, en of lítil á siðgæði.
32: Of einhliða bóklegt nám í mörgum skólum; en lítil skilyrði til
að búa nemendur undir lífið.
35: Of einhliða hugsað urn að ná sem hæstu prófi.
39: Of rnikið lagt upp úr bóklegu stagli, og hugur nemenda dreg-
inn um of frá raunhæfum störfum.
43: Það er búið að gera námstíma barnanna í barnaskólum of lang-
an og taka allt of ntikið efni á námsskrá barnaskólanna.
44: Mikill hluti námsins kemur að litlum notum. Viðfangsefni
skólanna þurfa að vera svo fjölbreytt sem frekast er unnt, svo að hver
geti valið við sitt liæfi.
47: Ég tel ísl. skóla of einhliða fræðslustofnanir, sem vanræki of
mikið liið uppeldislega t. d. með kristilegum og Jtjóðlegunt fræðum.
60: Að minninu er gert langt of hátt undir liöfði niiðað við aðra
eiginleika, þannig að stórgallaðir prófshestar eru álitnir fyrirmynd í
hvívetna.
64: Lögð hefur verið of mikil áherzla á fræðsluna og er enn.
66: Kennslan er allt of bókstafsbundin. Kennslubækurnar flestar
ólieppilegar, einkum allt of langar. Of mikið miðað við próf. Einstak-
bngskennsla víða of lítil, hópkennsla of mikil. en einkum of lítið
athafnasvigrúm fyrir nemandann og kennarann.
67: Of einhliða áherzla lögð á að troða í nemendur vissum forða
þekkingar og minnisatriða. „Færra er skeytt um hjarta og hönd.“
Hinn menntandi þáttur verður afskiptur.
70: ítroðslustarfsemin skipar öndvegi. Almenningsálitið krefst þess.
*'yrir nokkrum árum vaknaði Jtó áhngi nteðal barnakennara fyrir
því að reyna aðrar leiðir. Áhuginn var misskilinn, við liöfum bognað
°S látið undan. Nú sækir allt í gamla liorfið. Barnaskólarnir eru ekki