Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 10
8
Bjarni Thorarensen.
[Skírnir
Eyjafirði, og Sigríðar, dóttur Stefáns prests á Höskulds-
stöðum, sem síðar átti Jón sýslumann Jakobsson. Vigfús
var því albróðir Stefáns amtmanns Þórarinssonar og hálf-
bróðir Jóns Espólíns, en Ólafur Stephensen stiptamtmað-
ur var móðui'bróðir hans og þeir Magnús Stephensen og
Vigfús systkinasynir. Móðir Bjarna Thoi’arensens var
Steinunn, dóttir Bjarna landlæknis Pálssonar og Rann-
veigar, dóttur Skúla Magnússonar landfógeta. Bjarni var
bráðþroska og settur til náms kornungur. Hann lauk
stúdentsprófi 15 veti’a gamall og lagaprófi tvítugur. Náms-
gáfur hans voru svo miklar og fjölhæfar, að hver fræði-
grein, sem hann hefði tekið sér fyrir hendur, hlaut að
verða honum leikur einn. Hann var orðinn lögfræðingur,
sjálfsagt að ráði föður síns, á svo ungum aldri, að engin
von var til, að hann hefði þá áttað sig á, hvað honum var
í'íkast í huga. Honum var nú mörkuð æfibraut til emb-
ætta og metorða. Metnaður hans og samvizkusemi buðu
honum að rækja skyldustörfin, svo að ekkert brysti á.
Það var þá með öllu óhugsanlegt fyrir Islending, eins og
það hefur verið fram á vora daga, að ætla sér að gera
skáldskap að æfistarfi og atvinnu. Þó að Bjarni hefði á
milli tvítugs og þrítugs gert sér það ljóst, að skáldskap-
urinn væri köllun hans í lífinu, gat hann ekki sinnt þess-
ari köllun nema með því að vanrækja þau störf, sem á
honum hvíldu. Og þau voru geysimikil, þó að hér sé ekki
tími til að gera nánari grein fyrir þeim. Og það voru þess
háttar stöi’f, sem voru andleg áreynsla, ábyi'gðarstöi'f og
áhyggjustörf, sem gera tómstundir illa fallnar til skap-
andi starfsemi.
Bjarni trúði á örlög, hörð örlög, og hann vildi ekki
einungis sætta sig við þau, heldur taka þeim með karl-
mennsku:
Minnkun er manni að vera
minni kletti dauðum
og brjóst sitt bilast láta
boðum mótlætis.