Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 76
74
Goðorð fom og ný.
[ Sk'rnir
og Sighvatar rauSa. Um 940 eiga goðorðin Hrafn lögsögu-
maður Hængsson á Hofi, Jörundur goði Hrafnsson og
Mörður gígja Sigmundsson, Sighvatssonar hins rauða.35
Hálfri öld síðar fara með sömu goðorð Valgarður hinn
grái að Hofi, dóttursonur Hrafns lögsögumanns, Runólf-
ur goði Úlfsson í Dal, sonarsonur Jörundar goða, og Þrá-
inn Sigfússon á Grjótá, bróðursonur Marðar gígju.
Njáluhöfundur getur þess að vísu ekki beinlínis, að
Þráinn hafi verið goðorðsmaður, en hann er kallaður
„virðingamaður mikill“, „hið mesta mikilmenni" og auk
þess segir berum orðum: „að frændur hans héldu hann
fyrir höfðingja".30 Þessi ummæli verða ekki skilin nema
á einn veg. Að áliti Njáluhöfundar hefir Þráinn Sigfús-
son farið með erfðagoðorð ættar sinnar.
Fyrir löngu hafa fræðimenn veitt því eftirtekt, að í
heild sinni er frásögn Njáluhöfundar um tildrögin að upp-
töku „fimmtardómsgoðorðanna“ næsta ósennileg. Þarf
því ekki að orðlengja um það. Aðeins skal athugað, hvern-
ig slíkt megi henda, að Njáluhöfundur reynir að telja
samtíð sinni trú um, að fimmtardómsgoðorð með sjálf-
stæðu mannaforræði hafi verið tekið upp handa goðasyn-
inum Höskuldi Þráinssyni. Sú ætlun lá þó óneitanlega
beinast við, að Hvítanesgoðorðið væri erfðagoðorð hans.
Hér koma varla til greina nema tvær skýringar: Að
þetta sé hreinn og beinn skáldskapur, settur fram í þeim
tilgangi að gera orsakasamband viðburðanna sem áhrifa-
ríkast, eða málfærsla af höfundar hálfu sé miðuð við
valdastreitu höfðingjanna á þeim tímum, sem Njála var
skráð.
Fyrri skýringin getur þó ekki verið einhlít. Það sýna
oss dæmin um Melmanna- og Laufæsingagoðorð, sem eru
söguþræðinum með öllu óviðkomandi og auðsjáanlega til-
færð sem hliðstæður við Hvítanesgoðorðið. Þau eru „sönn-
unargögnin“, sem höfundurinn leggur fram fyrir kenn-
ingu sinni um mannaforræði fimmtardómsgoðorðanna.
Það má vel vera, að Njáluhöfundur hafi trúað því
sjálfur, að í fyrstu hafi mannaforræði fylgt öllum goð-