Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 97
Skírnir]
Alexander S'ei'gejevitsj Púsjkín.
95
sem sér hefði verið sagt rangt til um staðinn. Einvígið
fór svo, að báðir særðust, Púsjkín til ólífis, og dó svo
nokkrum dögum síðar, 29. jan. (=12. febr.). Lík hans
var grafið í klaustri nálægt búi ættarinnar á Michail-
ovskoje. Keisarinn reyndist ekkju Púsjkíns og börnum
vel, og lét vin Púsjkíns, skáldið Sjukovski, sem var bóka-
vörður keisarans og mesti ágætismaður, fara gegn um
skjöl hans og gefa út prentuð og óprentuð rit hans.
Frú Púsjkín giftist mörgum árum síðar öðrum manni,
og dóttir hennar af því hjónabandi, frú Arapova, hefir
skrifað endurminningar og færir þar lipurlega vörn fyrir
wóður sína. Frá D’Anthés d’Heckeren er það að segja,
að hann var dæmdur til dauða. Keisarinn náðaði hann
t»ó frá lífláti, en rak hann burt úr landi. Segja sumir, að
bað hafi meðfram verið vegna þess, að ýmsir vinir Púsj-
kíns höfðu tekið sig saman að skora D’Anthés á hólm,
hver á eftir öðrum, þangað til einhverjum tækist að drepa
hann. Hann fór svo til Frakklands, varð þar síðar hirð-
Waður Napóleons IIÍ. og einn af foringjum íhaldsmanna
á þingi Frakka.
V.
Þó að Púsjkín dæi ungur, eru ritstörf hans merki-
kga fjölskrúðug, og furðulega margt af því hefir haldið
Sildi sínu fram á okkar tíma. Ljóð hans sum eru með þeim
fegurstu, sem til eru á rússnesku. Merkasta ritið er al-
mennt talið „Eugen Onegin“, sem Tsjajkovski hefir sam-
ið söngleik sinn úr. Það er skáldsaga í ljóðum, lýsing á
tveimur vinum, Onegin og Lenski, — báðir eru þeir í
vauninni hliðar á Púsjkín sjálfum. Lenski verður afbrýð-
issamur við Onegin út úr stúlku, skorar hann á hólm, en
tellur sjálfur í einvíginu. Onegin er ekki óheiðarlegur, en
ístöðulítill. Hann gerir unga, göfuglynda stúlku, sem í
kvæðinu er kölluð Tatjana, ástfangna í sér, en hann er
sjálfur kaldur og lífsþreyttur veraldarmaður. Hún skrif-
ar honum ástarbréf, en hann vísar henni frá sér. Síðar
hittir hann hana. Þá er hún gift gömlum, tignum manni,