Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 13
Skírnir]
Bjarni Thorarensen.
11
lenzkur valdamaður, sem skilur bezt hina yngri menn,
Baldvin, Tómas og Jónas, ekki einungis skoðanir þeirra,
heldur fyrst og fremst mennina, sem létu gamminn geisa
og lögðu út á nýjar brautir. Þó að Bjarni væri að flestu
leyti íhaldssamur í skoðunum, var kjarni persónunnar allt
af lifandi og áhrifanæmur. Hann gat borið úníformið, án
þess því slægi inn. Þess vegna lifði skáldgáfa hans óstirðn-
uð, svo að hann var enn á framfaraskeiði til æfiloka. Tvö
af beztu kvæðum hans, um Svein Pálsson og Odd Hjalta-
lín, eru ort einu ári áður en hann dó, þegar hann er 53
ára. Ef hann hefði ekki lifað það, að yrkja eftirmælin um
Odd Hjaltalín, mundum vér ekki geta gert oss eins ljóst
og nú, hversu máttug andagift hans var.
IV.
Tómas Sæmundsson fullyrti, að Bjarni væri mesta
skáld, sem íslendingar hefðu eignazt fram til þess tíma.
Slíkar fullyrðingar geta jafnan orkað tvímælis, og enginn
kvarði né pundari'er enn fundinn til þess að mæla skáld
hvert við annað í fetum og mörkum. En það er sannfær-
ing mín, að aðeins tvö nafngreind íslenzk skáld, sem eldri
eru en Bjarni, verði nefnd í sömu andránni og hann, þeir
Egill og Hallgrímur. í beztu kvæðum Bjarna má finna
flest eða allt það, sem lyftir skáldskap á hæsta stig, djúp-
an og spaklegan skilning einstaklinga og mannlífs, auð
mynda og líkinga, hreina ljóðræna fegurð, fullkomið orða-
yal og stíl. Það er enginn vafi á, að þau munu verða því
meira metin, sem þjóðin öðlast betra skilning á skáldlegri
list. Og þau mundu verja rúm sitt í ljóðagerð heimsbók-
menntanna, ef takmörk tungunnar leyfðu fleirum að
skilja þau.
En úr því að Bjarni Thorarensen þrátt fyrir allt gat
skapað slík listaverk, sem beztu kvæði hans eru, þá verð-
ur oss að síðustu að spyrja, hvort nokkur ástæða sé til
þess að harma hlutskipti hans í lífinu.
Að tvennu leyti má svara þeirri spurningu játandi.
Kvæði Bjarna sýna það Ijóslega, að hann hefði getað