Skírnir - 01.01.1937, Side 83
Skírnir]
Goðorð forn og ný.
81
og átti hann, sem kunnugt er, í mörgu að snúast á næstu
árum. Fyrst að hefna Odds bróður síns og því næst að
endurheimta fyrir hönd Steinvarar á Keldum, tengda-
móður sinnar, eignir og goðorð Þórðar kakala í Eyja-
firði.53 Hefir þar á meðal verið Laufæsingagoðorð. Er fer-
ill þess auðrakinn frá Guðmundi dýra til Þórðar kakala.04
Tíu árum eftir að Oddaverjar höfðu gefið konungi
goðorð sín, reið Gissur jarl af alþingi með fjölmenni aust-
ur um ár og hélt fund með Rangæingum að Þingskálum.
,,Var Björn Sæmundarson fyrir þeim og Loftur Hálfdán-
urson. Sóru Rangæingar þá Gissuri jarli og Hákoni kon-
ungi eiða að upphafi“.55 Kemur hér fram að nýju og í
síðasta sinni tvískiptingin á mannaforræði Oddaverja. Má
uuðsýnt vera, að Loftur hefir svarið sem handhafi Hvíta-
nesgoðorðs, en Björn fyrir hið forna goðorð Hofverja, er
átt hafði Haraldur bróðir hans. Sextán árum síðar finn-
um vér Þorvarð Þórarinsson til heimilis í Odda. Hafði
hann þá „sýslu fyrir sunnan heiðar“.56
Niðurstaða rannsóknarinnar á „fimmtardómsgoð-
°i’ðum“ Njáluhöfundar hefir nú orðið sú, sem vænta mátti.
ÖH eru þau hlutar fornra goðorða. Ljóst verður það um
leið, á hvaða rökum Njáluhöfundur fyrst og fremst muni
hafa byggt kenningu sína um „fimmtardómsgoðorðin“.
Lítum bara á goðorðaskipun Rangárþings. Frá 1222 til
1263 eiga Oddaverjar og Haukdælir goðorð þar að jöfnu.
Lögum samkvæmt áttu að sitja á miðpalli lögréttu fyrir
goðorð þessi 4 menn, sem nefndu svo 4 dómendur í fimmt-
urdóm. Þar sem handhafar goðorðanna voru einnig 4 má
ætla, að í reyndinni hafi Oddaverjar og Haukdælir skip-
uð hvorir um sig 2 sæti á miðpalli lögréttunnar fyrir
Rangárþing, og þá Skarðverja- og Hvítanesgoðarnir not-
lÖ jafnréttis við þá, sem fóru með ódeildu goðorðin. Vit-
anlega hefir þó annar þeirra orðið að láta sér nægja rétt
forráðsgoða við dómnefnur og hefir það verið Hvítanes-
goðinn. Þess vegna treystir Njáluhöfundur sér til, að gera
goðorðshluta þann, sem Freysgyðlingar og síðar Filippus
á Hvoli hafði átt, að gömlu „fimmtardómsgoðorði“.
6