Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 242
240
Ritfregnir.
[Slcírnir'
blikker“) er sem sé að fornu einkennandi fyrir þau svæði, þar sem
menn koma að ónumdu landi, (sbr. ísland — og mörg héruð í
Noregi), en höfðingjastjórn (aðals eða konunga) fyrir hin, þar
sem byggt land er undirokað, (mörg dæmi í sögu Evrópu frá eiztu
tímum). Náttúrlega hafa fleiri orsakir verið að verki, en þessi
mun þó hafa átt drjúgan þátt í þróun höfðingjavaldsins.
Síðan fer höf. yfir öll norsk héruð og reynir að komast að
þvi, hverskonar stjói'narfyrirkomulag hafi verið á hverjum stað.
Kemur hann með margvíslegar skoðanir, t. d. um stöðu jarla og
hersa, og eru ýmsar þeirra ekki óliklegar. En litil rök virðist mér
hann færa fyrir sinu máli að öllum jafnaði. Það úir og grúir í
bókinni af orðatiltækjum, sem merkja „vér höfum fyrir satt“ (vi
anser, tror, antar, mener), og þetta eru oft einu rökin, sem höf.
færir fyrir sínu máli. En slík rök eru harla léttvæg og ekki mikið
upp úr þeim leggjandi.
Höf. virðist hafa litla trú á sannfræði fornra íslenzkra sagna
(nema helzt Landnámu), og hefir hann auðvitað leyfi til að hafa
sínar skoðanir á þvi, en óviðkunnanlegt finnst mér að kalla þær
,,lögnaktige“ eða segja t. d., að Egla fari með „loddrett lögn“ o. fl.
þvíumlíkt. Þetta orðbragð á fremur heima í blaðamennsku en í
riti, sem á að vera vísindalegt. Og þegaU höf. hafnar fyrst fornum
frásögnum og fer síðan að skálda í eyðurnar (eins og t. d. um
Hákon Aðalsteinsfóstra), þá getur það auðvitað verið skemmtileg
atvinna, en visindi eru það eklci.
Hnútur höf. til kristindómsins og katólsku kirkjunnar í bók-
arlok eru og að mínu áliti harla óréttmætar, og kemur þar margt
til greina, sem höf. minnist ekki á.
S'umar tilgátur höf. eru ekki ósennilegar, en því má ekki
gleyma, að það eru aðeins tilgátur, sem í fæstum tilfellum eru
færð nokkur rök fyrir. Höf. snertir við mörgum vafa-atriðum,
sem gott er að fá rædd, en hann leysir úr fæstum þeirra.
Jakob Jóli. Smári.
Ruhm und Ehre bei den Nordgermanen. Studien zum Lebens-
gefiihl der islándischen Saga, von Dr. Walter Gehl. — 1937. Jun-
ker und Dunnhaupt Verlag. Berlin.
Þetta rit er 3. bindi ritsafnsins „Neue Deutsche Forschungen
(Abteilung Deutsche Philologie) “, þar sem birt eru verk efnilegra,
ungra visindamanna.
Það hafa verið skiptar skoðanir um gildi forn-norrænna lífs-
viðhorfa fyrir nútiðarmenn. Sumir, t. d. dr. Vilh. Grönbech (í hinu
merka riti sínu „Vor folke-æt i oldtiden“), halda því fram, að
hin forn-norræna lífsskoðun sé svo fjarskyld lífsskoðunum nútím-
ans, að líta megi á hana sem hún sé af allt öðrum heimi og hafi