Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 215
Skírnirl
Ritfregnir.
213
ils. Hitt er aftur veikara, sem getið er til um ætt Hróðnýjar Þórð-
ardóttur, því að í rauninni getur Bersi maður hennar alveg eins
hafa verið af Mýramannaætt, en það haggar engu um aðalefnið.
Aftan við hvort hefti er stuttur útdráttur á ensku til hægð-
arauka fyrir þá, er eigi skilja islenzku. Að útliti er útgáfan hin
snyrtilegasta og eiga bæði útgefandi og höfundar þakkir skildar
fyrir- Jón Jóh.
Huld. Safn alþýSIegra fræSa íslenzkra. Útgefendur: Hannes
Þorsteinsson, Jón Þorkelsson, Ólafur Davíðsson, Pálmi Pálsson,
Valdimar Ásmundsson. I—II. Snæbjörn Jónsson, The English Book-
shop. Reykjavík 1935—36.
„Huld“ kom út í sex heftum á árunum 1892—98, en var
orðin gersamlega uppseld fyrir löngu. Er það því þarfaverk, sem
Snæbjörn Jónsson hefir gert, er hann tók sér fyrir hendur að geía
hana út að nýju. Hefir síra Þorvaldur Jakobsson séð um útgáf-
una og ritað æfiágrip frum-útgefendanna fimm framan við fyrra
hindi þessarrar útgáfu, ásamt æfiágripi kostnaðarmanns frum-út-
gafunnar, Sigurðar bóksala Kristjánssonar, og fylgja þessarri út-
gafu myndir þessarra sex manna. Síra Þorvaldur hefir leyst verk
sitt af hendi með mestu prýði, og er þessi útgáfa samhljóða hinni
að öllu leyti, en viðaukar og athugasemdir færðar þar inn, sem
þær eiga að efni til heima. Nær gamla „Huld“ aftur á bls. 213 í
H. bindi þessarrar útgáfu, en þar fyrir aftan er nýtt efni (Þáttur
Hannesar Þorsteinssonar um Galdra-Loft o. fl.) aftur á bls. 240
eða til bindis-loka.
Það er búið að maklegleikum að segja svo margt gott um
gildi þjóðsagna almennt og Huldar alveg sérstaklega, að það væri
að bera í bakkafullan lækinn, ef sá, sem þetta ritar, færi að halda
hrókáræður um slíkt. Verður því hér látið nægja að minna á, að
Huld er eitt hið merkasta safn þjóðsagna og annarra alþýðlegra
H'æða íslenzkra, sem til er, eins og við mátti búast frá hendi þeirra
goðkunnu fræðimanna, sem að útgáfunni stóðu upprunalega, •—
og þeir, sem staðið hafa að þessarri nýju útgáfu, eiga skilið þakk-
lr fyrir að stuðla að því, að Huld geti orðið almenningseign að
nýiu. Jakob Jóh. Smári.
Gráskínna. Útgefendur Sigurður Nordal, Þórbergur Þórðar-
son- IV. Akureyri 1936.
Þeir, sem láta binda hækur, geta nú farið að láta binda Grá-
skinnu, því að þau fjögur hefti, sem komið hafa út af henni, eru
hæfileg í eitt bindi, og fjórða heftinu fylgir titilblað fyrir þau öll,
formáli og registur, svo að allt er í haginn búið. Og Gráskinna á