Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 132
130
Grímur Thomsen og Byron.
[ Skírnir
mannahöfn, 1845), varð Grímur, að kalla mátti, fyrstur
manna til að kynna lesendum í Danmörku, og annarstaðar
á Norðurlöndum, skáldskap Byrons og einstæðan æviferil
hans. Er bók þessi einnig fram á þennan dag ein af örfáum,
sem frumsamdar hafa verið á Norðurlandamálum um
skáldið og lífsskoðun hans, eða þýddar á þau mál.4) Þar
sem þetta merkisrit Gríms er löngu uppselt og í fárra hönd-
um, fer vel á því, að skýra í stuttu máli frá efni þess.
í inngangi sínum (bls. 1—7) ræðir Grímur all-ítar-
lega um samband skálds hvers við samtíð þess. Sýnir fram
á, hversu skáldið mótast annarsvegar af aldarfarinu og tíð-
arandanum, og sveigir, á hinn bóginn, hugsunarhátt.
manna inn í nýjan farveg með ritum sínum, kveði á ann-
að borð nokkuð verulega að þeim. Þar sem sambandið milli
skáldsins og aldar hans er jafn náið, kemst Grímur að
þeirri niðurstöðu, að þrennt verði sérstaklega að taka til
greina, þegar um er að ræða túlkun á Byron eða einhverju
öðru atkvæðaskáldi: 1) Samtíð hans og nánustu fortíð,.
2) Persónu hans og sérkenni, og 3) Áhrif hans. Skilgrein-
ir hann síðan þessi atriði nokkuru nánar hvert um
sig.
í fyrsta kafla ritsins (bls. 8—44) bregður Grímur
því ljósi yfir enskar bókmenntir fyrir tíð Byrons, lýsir
þeim öflum, sem að verki voru í andlegu lífi hinnar ensku
þjóðar áður en skáldið kom fram á sjónarsviðið. Einnig
gerir hann grein fyrir skyldleika Byrons við eldri skáld
ensk og skuld hans við þau. Ennfremur leiðir Grímur rök
að því, hve eðlilegt það var, að skáldskaparstefna Byrons.
skyldi koma fram á Englandi, bæði vegna hinnar þung-
lyndiskenndu skapgerðar þjóðarinnar í heild sinni, og þ(>
sérstaklega vegna ríkjandi þjóðfélags-, stjórnmála- og
siðferðisástands í landi þar. Þegar þar við bættust áhrifin
frá frönsku stjórnbyltingunni. verður, að dómi Gríms, auð-
sætt, hvers vegna lífsskoðun Byrons féll í svo frjóa jörð.
England var á þeirri öld, og er enn, auðugt að minning-
um og erfðum frá miðöldum, en gegn trúar- og stjórnmála-
kenningum þeirra aldra beindi franska stjórnbyltingin