Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 180
178
Um örnefnarannsóknir.
[ Skírnir
fyrir hér. En fyrst skal gerð nokkur grein fyrir merkingu
orðsins staðarnafn og rætt stuttlega um flokkun staða-
nafna.
Orðið staðarnafn — sem heitir í flt. staðanöfn, eins.
og t. d. mannsnafn, sem heitir í flt. mannanöfn, — þarfn-
ast nokkurrar skýringar, því að merking orðsins staður er
nokkuð reikul í almennu máli, og merking orðsins nafn er
að minnsta kosti tvenns konar. Með fyrra liðnum, staðar-,
er ekki einungis átt við ákveðið svæði á landi eða legi,
heldur einnig við náttúrlega hluti eða mannvirki, sem eru
fast tengd við ákveðið svæði og litið er á sem hluta þess,
svo sem steina, tré, hús, brýr o. s. frv. Með síðara liðnum,
-nafn, er átt við sérnafn; en annars er nafn oft notað í
merkingunni samnafn, svo sem fuglsnafn, fisksnafn o. s.
frv. Staðarnafn þýðir því sérnafn ákveðins staðar eða
hlutar, sem tengdur er við ákveðinn stað. En þrátt fyrir
þessa skilgreiningu er oft torvelt að greina á milli staða-
nafna og samnafna, er tákna ákveðnar tegundir landslags
eða lands nleð ákveðnu eðli. Einkum er það algengt, að
orð, sem eru í raun og veru samnöfn, svo' sem dalir, lækir,
sandar o. s. frv., sé sérnöfn í vitund þeirra, er eiga heima í
grennd við staði þá, er þau tákna, þótt ókunnugir líti á
þau sem samnöfn. Þegar bændur segja „inni á sandi“,
„fram við læk“, eiga þeir við ákveðna staði, sem heimafólk
þeirra og aðrir gagnkunnugir villast ekki á, heldur vita
gerla, hvar er að finna, þótt þeim sé jafnframt ljóst sam-
nafnseðli þessara orða. En heyri ókunnugir þessi orð,
verður samnafnseðli þeirra fyrst fyrir í huga þeirra.
Af þessu er bert, að glöggvar markalínur verða eigi
dregnar milli staðanafna og almennra samnafna. En samt
er þeim, sem fást við staðanafnarannsóknir, nauðsynlegt
að mynda einhverjar skynsamlegar reglur um það, hvaða
orð skuli taka með og hver eigi. Rétt mun að sleppa orð-
um, sem eru lifandi samnöfn í því byggðarlagi, þar sem
þau koma fyrir, þótt litið sé á þau sem sérnafn af þeim,
er nánast þekkja þá staði, er þau tákna. En þó verður að
gæta þess, að merking þeirra orða samsvari almennri sam-