Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 245
Skírnir]
Ritfregnir.
243
þess. í ritsafni þessu verða birt ýmis konar skjöl og rit áður óprent-
Uð, er varða sögu landnámsins, örnefnaskrár, myndir, ritgerðir og
i'annsóknir undir sömu grein. Utgáfustarfsemi sína hóf félagið árið
1935. Hefir það nú prenta látið I. bd. af safni þessu, II. bd.. 1.—2.
h. og III. bd., 1. h. En auk þess all-mikla bók, er nefnist Þættir úr
sögu Reykjavíkur og út kom í minningu 150 ára afmælis Reykja-
vlkurbæjar 1936. Er það mikið rit, 288 bls. í st.óru broti. prýtt
fjölda mynda og vandað að allri gerð. Þess er bví miður elcki kost-
ur hér að minnast nánar á einstakar ritgerðir í bók þessari, enda
hefir talsvert verið um hana ritað hér og hvar siðan hún kom út,
fyrir nærri heilu ári síðan. Nefna má hér einstakar ritgerðir. Jón
bislcup Helgason, sem fróðastur mun allra núlifandi manna um
sögu Reykjavíkur, ritar hér um Reykjavik i reifum. Georg Ólafsson
hankastjóri ritar fróðlega grein um það, hvernig bærinn byggðist,
Ólafur próf. Lárusson ritar um stjórnarskipun bæjarins frá upp-
hafi. Þá eru hér ritgerðir um atvinnuvegi bæjarmanna, fiskveiðar,
búnað, verzlun og iðnað, eftir Þórð Ólafsson, Geir Sigurðsson, Vig-
fús Guðmundsson, Björn Björnsson og Guðbrand Jónsson, ullt
meira og minna fróðlegt og sumt skemmtilegt. Vilhjálmur :nag.
Gíslason ritar um það, hvernig Reykjavík varð höfuðstaður. Lárus
Sigurbjörnsson um upphaf leiklistar í Reykjavík, dr. Guðmundur
Pinnbogason ritar um það, hvernig skáldin lýsa Reykjavík, og Hall-
grímur mag. Hallgrímsson ritar um ummæli erlendra ferðamanna.
Hér er litið á bæinn og efni hans frá mörgum hliðum, og bókin
því hin fjölbreyttasta og að öllu samantöldu góð uppbót á liögu
bæjarins, þá, sem Klemenz Jónsson ritaði, og félaginu Ingólfi
fil sóma.
Fyrsta bindi af Safni félagsins kom út í tveim heftum 1935—
1936. Hefir það að geyma lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu, eftir
Skúla landfógeta Magnússon. Lýsing þessa ritaði Skúli 1782—
1784, og sæmdi danska landbúnaðarfélagið hann verðlaunum fyrir
ritið. En reyndar hafði félagið elcki heitið neinum verðlaunum
fyrir slíkar héraðalýsingar héðan af landi, heldur úr Noregi, en
eigi að síður hlaut ritgerð þessi verðlaun. Aftur á móti hét félagið
1783 verðlaunum fyrir lýsingu íslands, er verða átti til ieiðbein-
bigar mönnum, er kynni að vilja flytjast til íslands og setjast þar
að. Samdi Skúli síðan íslandslýsingu, sem enn er til. Lýsing Gull-
bringu- og Kjósarsýslu var lögð fram í félaginu 21. apríl 1785, en
Islandslýsingin 20. jan. 1786. Höfundur duldist nafns í fyrstu.
^yrir íslandslýsinguna fékk Skúli 40 rd. verðlaun. Báðar þessar
ritgerðir eru stórvel gerðar og hinar fróðlegustu um hagi manna
bér á landi á ofanverðri 18. öld. Ritgerðir þessar hafa verið notað-
ar af ýmsum fræðimönnum, en hér birtist ritgerðin um Gullbringu-
°S Kjósarsýslu i fyrsta sinn í heild sinni á prenti. Ritgerðin er
16*