Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 137
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.,
135
Á þá við að spyrja: Hvernig var þessu riti Gríms
tekið? Hver áhrif hafði það, ef noklcur? Því miður hefi
eigi handbær blöð eða tímarit, er sýni ummæli danskra
gagnrýnenda um ritið, þegar það kom út. Þó ber1 svo vel í
veiði, að hægt er að vitna til ummæla tveggja alkunnra
íslenzkra fræðimanna þar að lútandi.
Steingrími rektor Thorsteinsson farast svo orð: „Með
hinu ágæta riti sínu „Om Lord Byron“, gerði Grímur
Thomsen mikið til þess, að Byron og skáldskapur hans
yrði almennt þekktur í Danmörku; mun það rit einnig
hafa orðið til þess, að fleiri hér á landi fengu kynni af
skáldskap Byrons en orðið hefði ella“.B)
Dr. Jón Þorkelsson, er var þessu gagnkunnugur, seg-
lr svo í ævisögu Gríms: „En fagurfræðingar Dana og
skáld, bæði H. C. Andersen og Oehlenschláger í bréfi til
Gríms 14. ágúst 1845, gefa ritgerðinni um Byron þann
vitnisburð, að hún votti „lærdóm, andríki, djúpa tilfinn-
mg, skarpleik og nákvæma þekkingu á því, sem um sé að
i’æða“. Það eru og öll deili til, að ritgerðin hafi vakið
mikla eftirtekt í þá daga, og árið eftir (15. maí 1846)
veitti konungur Grími 1200 rdl. styrk til þess að ferðast
ufti meginlönd Norðurálfunnar, einkum í því skyni að
verða fullnuma í nýju málunum“.6)
Ummæli dr. Jóns eru sérstaklega athyglisverð í þessu
sambandi, þar sem þau vitna til álits víðfrægra danskra
i’ithöfunda á riti Gríms; renna því margar stoðir undir
þá skoðun, að það var í alla staði hið merkasta og eftir-
tektarverðasta.
En Grímur lét eigi staðar numið við að rita um Byron.
Hann sneri á íslenzku eftirfarandi kvæðum hans og kvæða-
brotum: „Falli Senakeribs“ (The Destruction of Senna-
cherib), „Grikklandseyjum“ (The Isles of Greece), „Tár-
lnu“ (The Tear, þrem vísum), og „Vísu Byrons með Don
Juarí' (I would to heaven that I were so much' clay-
Eg vildi aðeins orðinn væri mold).
Liggur þá nærri að spyrja: Varð Grímur, sem dáði
Byron óvenjulega mikið og lagði að sama skapi alúð við
Hmfs'Bófafafntd