Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 19
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
17
mark en að reyna að gefa bendingar í áttina og ekki
meira, en þó munu margir kjósa það, jafnvel finnast
verkið færast ögn nær sér fyrir vikið. Af öruggum nið-
urstöðum er ekki ástæða að guma. Væntanlega stend-
ur hér margt til bóta. En ef rannsókn á þessum efnum
er haldið áfram og margir hugir og hendur vinna að
þeim, mega seinna tíma menn ef til vill sjá einhvern
ávöxt þessarar iðju. En til þess þurfa byrjendurnir að
þora að gera sig seka í yfirsjónum. Eitt vildi ég taka
fram. Margur hefir mest yndi af því, sem ekki verður
vitað með vissu, hugvitsámlegum getgátum, djörfu
flugi hugans. Þeirra list er að líma saman stóð og
stjörnur. Heillandi er sú list, svo heillandi, að hún geng-
ur næst þeim djúpa fögnuði að fjalla um þau efni, sem
vitað verður um. Eða réttara sagt: vitað meira um. En
raunar er bilið milli þessara tveggja hluta svo mikið,
að rannsókn eins og þessi, þar sem svo fjarska fátt er
um heimildir, er þó einskonar rneinlætalifnaður, en
hann verður léttbær vegna þess, að í honum er fólgin
einlæg viðleitni að varpa ljósi, þó að lítið kunni að
-vera, á uppruna mikils listaverks.
II.
í bók þeirri um Njálu, sem ég gaf út hér á árunum,
reyndi ég að færa sem ótvíræðust rök fyrir aldri henn-
ar og heimkynnum. Eg skal nú ekki að fara endurtaka
það, sem þar er sagt, en aðeins geta um niðurstöðurnar.
Um aldurinn var það fyrst að segja, að allt mælti
með, að sagan væri eins manns verk, samin í eitt
skipti fyrir öll, með þeim kostum og göllum, sem for-
lögunum þóknaðist að láta bókina hafa. Þessi skoðun
hefir yfirleitt ekki sætt andmælum frá þeim, sem á
þetta hafa minnzt síðan, nema frá Finni Jónssyni, sem
ritaði um allt þetta efni í Skírni 1934. En svo andaðist
hann þá um vorið, sem kunnugt er, og féllu, þá niður and-
mæli af minni hálfu, enda mikið af greininni aðeins
2