Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 223
Skírnir]
Ritfregnir.
221
Sigurdrífumálum þýðir hann „schátzbare Machtrunen“ (bls. 89).
Myndi eigi þýðing Gerings á orðinu „mætr“, „ausgezeichnet, treff-
lich“, vera réttari?
Höf. kennir forsagnir þessar við Noreg, sbr. titil ritsins. Af þeim
19 forsögnum, sem hann hefir tekið til meðferðar, eru 16 varðveittar
í íslenzkum heimildum, en einar 3 í norskum, og af hinni merkustu
þeirra, tryggðamálum Gulaþingslaga, hefir ekki varðveitzt nema
aðeins upphafið, örfáar línur. Eg skal að vísu játa það hvort tveggja,
að tryggða- og griðamál íslendinga eru í fyrstu komin frá Noregi
°g að í sumum forsagnanna, sem geymzt hafa í ísl. heimildum, gætir
mjög norskra áhrifa. En ekki er ósennilegt, að ýmislegt í þeim sé
íslenzk smíði. Það er enn eigi úr því leyst, hvað í þeim sé íslenzkt
oS hvað norskt, og eins og sakir standa enn um það mál, virðist
mér heiti bókarinnar ekki allskostar heppilegt.
Enda þótt eg eigi geti fallizt á sumar niðurstöður höf., skal
og þó fyllilega viðurkenna, að hann á miklar þakkir skilið fyrir
þetta rit sitt. Hann hefir leyst þar af hendi mikið verk og merki-
legt. Hann hefir fyrstur rutt þar braut fyrir þá, er síðar meir
kanna þetta merkilega rannsóknarefni, og bók hans verður lengi
grundvallarritið um það efni. Ó. L.
Germanische Rechtsgeschichte. Ein Grundriss von Claudius
Hrhr. v. Schwerin. 1936. Junker und Diinnhaupt Verlag. Berlin.
Það kynni fljótt á litið ef til vill að þykja orka nokkurs tví-
mælis, hvort hægti væri að rita germanska réttarsögu. Svo mikið er
víst, að germanskur réttur, sá er vér þekkjum, frá þeim tímum,
sem sögur ná til, er engin heild. Vér þekkjum lög og rétt ýmsra
.bjóða, sem vér vitum að svo náinn skyldleilci var með, að vér get-
um kallað þær einu nafni germanskar þjóðir, en þær hafa þegar
fengið hver sín ákveðnu einkenni, er þær fyrst koma fram á sjón-
arsvið sögunnar, og lög þeirra voru þá þegar orðin ólík um margt.
Vér þekkjum t. d. lög salisku Frakkanna, lög Vesturgota, Frisa,
Engilsaxa, Skánunga, Upp-Svía, Gulaþingsmanna, íslendinga o. s.
frv., en vér þelckjum engar réttarheimildir frá Germönum áður en
þeir greindust í þessar þjóðir, og því síður getum vér nú fyxgt því
eftir, hversu rétturinn hefir breytzt og þroskazt hjá þeim, meðan
þeir enn voru óskiptir. Germanskur réttur er því slciptur í margar
greinar, er vér höfum fyrst sagnir af honum, og þessar einstöku
Sreinar uxu síðan hver með sínum hætti, eftir því sem zímar liðu,
svo sem örlög og hagir hverrar einstakrar þjóðar slcópu lög henn-
ar og rétt. Þegar þessa er gætt, kann það að virðast ekki aðeins
örðugt verk, heldur jafnvel óvinnandi, að rita heildaryfirlit yfir
sögu germansks réttar.
En sé réttur hinna germönsku þjóða borinn saman, og sé hann