Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 28
26
Njála og Skógverjar.
[Skírnir
segir, aS Glúmur spurði Hallgerði, hvað heita skyldi dóttir
þeirra: „Hana skal kalla eptir föðurmóður minni, ok skal
heita Þórgerðr, því at hon var komin frá Sigurði Fáfnis-
bana í föðurætt sína at langfeðgatölu.“ (Eg fer eftir texta
Finns Jónssonar; Kh.-útgáfan virðist ekki geta verið rétt
á þessum stað.) Hallgerður gerir sig annars seka í lítils-
háttar ýkjum, ef orðið lcmgfeSgar er haft um karllegg,
eins og vant er, því að það er gegnum tvo kvenliðu, að
ætt Þorsteins rauðs verður rakin til Sigurðar Fáfnisbana.
Það má spyrja, hvort söguritarinn hafi af ráðnum hug
látið Hallgerði í gleði hennar snúa ættartölu sinni til betri
vegar, og er hann vís til þess. — Loks þegar þeir Flosi
og Bjarni Brodd-Helgason eru að ginna Eyjólf Bölverks-
son til að verja brennumálin (138. kap.), er þessi ætt-
göfgi enn höfð á oddi; Bjarni mælti: „Þú hefir marga
þá hluti, er engi er þér meiri maðr hér á þinginu — þat
fyrst, at þú ert ættaðr svá vel sem allir þeir menn, er komn-
ir eru frá Ragnari loðbrók ... “ og heldur síðan áfram
fagurgalanum. Eyjólfur finnur falsið, en við harðskeytta
áskorun og mikla fégjöf gekk hann þó í málið — og varð
það hans bani. Þessi dæmi sýna vel, hve höfundurinn kunni
að slá á strengi ættrækninnar, þegar honum líkaði.
í greininni um Brand ábóta komst Tryggvi Þórhalls-
son svo að orði um Njálu: „Flosa er þannig borin sagan í
Njálu, að mjög er sennilegt, að einhver Svínfellingur
hafi stýrt pennanum.“ Til vonar og vara mætti ef til vill
segja: Svínfellingur eða maður, sem er bundinn við þá
einhverjum sterkum böndum, og get ég þá alveg skrifað
undir þetta. Ég vil að vísu taka það fram, að ég efast ekki
um, að söguskáldinu hefir þótt merkileg-t viðfangsefni að
lýsa manni, sem vann stórglæp af skyldurækni. En hvers
vegna skyldi aðeins ein tilfinning hafa bærzt í brjósti
skáldsins og hafa haft áhrif á höndina, þegar hann var að
lýsa Flosa? Hann væri þá einsdæmi, ef ekki hefði vaknað
þúsund veðrabrigði í lund hans á meðan. En mér virðist í
þessari mannlýsingu ltoma fram svo mikil gætni og nær-
færni, svo mikil viðleitni að gera hlut Flosa, sem brenndi