Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 229
Skírnir]
Ritfregnir.
227
leiðir með bát og veiðimenn og er allajafna tvisýnt hvor) ber sigur
af hólmi. Frásögnin um allt þetta er bæði nákvæm og „spennandi“.
Næsti kapítulinn er uni fyrirdrátt í stórri á. Yar þetta mikill
viðburður hjá Malajunum og safnaðist fjöldi fólks saman. Lýsir
höf. mönnum og atvikum öllum snilldarlega.
Þriðji kapítulinn segir frá lífinu í Bandjermasín, en það er
allstór borg á Borneo. Er þar svo láglent, að allt er á kafi í vatni
Kema hús og vegir, en eigi að síður svo lítið um nýtilegt drykkjar-
vatn, að rigningarvatn er aðallega notað. Þar ætla og hvítir maur-
ar og termítur að éta allt upp. Mýbit er þar með fádæmum, rottur
°g höggormar, en lítinn óskunda gerði allur þessi ófögnuður
Björgólfi.
Næstu kaflarnir eru um amok og malaríasótt. Amok er eins-
konar mannskæður berserksgangur, sem grípur fólk þar eystra,
er> malaríasóttin er víða landplága, og þó hefir læknisfræðin gert
beirri pest betri skil en flestum öðrum og breytt mörgum pestar-
Bælum í heilsusamlegar og blómlegar byggðir. Þá tekur við kafli
Um Borobudur, hið fræga musteri á Java og mikinn helgidóm. Þá
eru að lokum kapítular um hrísgrjón, Bataka og Ah Tjúh, mann
sem reykti ópíum, en það gera margir þar eystra. Allt er þetta
fullt af fróðleik og skemmtilegt aflestrar.
Það, sem hér'er sagt, gefur mjög ófullnægjandi hugmynd um
bessa efnisríku bók (368 bls.), sem er prýdd mörgum ágætum
mVndum. Hún þarf ekki minna meðmæla við, því allir, sem hafa
lesið hana og eg hefi talað við, lofa hana á hvert reipi. En rskyidu
°nn vera einhver lestrarfélög, sem ekki hafa keypt hana, þá þori eg
að fullyrða, að betri bók geta þau tæpast keypt.
Það er einkennilegt, að rétt um sama leyti og bók Björgólfs
sknis kom út, skrifaði danskur læknir, sem dvalið hafði á sömu
stöðum, bók um MalajalöndinfJ. Wöller: Frá Limfjorden til Boro-
udur). Hann er vel pennafær, eins og sjá má á því,, að bók hans
efir verið þýdd á ensku og þýzku og fengið töluvert íof. En hún
ei svo ólilc bók Björgólfs sem mest má vera í efnisvali, hugsunar-
®tti og framsetningu, að slíkt hlýtur að liggja í mismunandi
Pjóðerni höfundanna. Væri það freistandi að taka hér upp ‘t. d.
ysingar beggja á Borobudur, en það yrði of langt mál. „Svona bók
Sæti eg ekki skrifað“, varð Björgólfi að orði, er hann hafði iesið
hana. ___
En það er fljótsagt, að bók Björgólfs ber af hinni eins og
Sull af eiri, svo íslendingar mega vera hreyknir af því. Vér ættum
að fá bók hans þýdda á helztu heimsmálin. Hún væri iandinu til
sóma og henni yrði hvarvetna vel tekið, en höf. hlyti frægð og fé
fyrir starf sitt. G. H.
15*