Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 89
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
87
Insov hafði verið gerður að jai'li í því fylki, sem Rússar
höfðu unnið af Tyrkjum 1812.
í Kisjenev dvaldist Púsjkín á árunum 1820—1823.
Insov var honum góður, og lét sem hann sæi ekki, þó að
ýmsar misfellur væru á embættisfærslu hans og fram-
komu. Það sást á borginni, að hún nýlega hafði verið und-
ir yfirráðum Tyrkja. Ýmsum þjóðum ægði þar saman;
Rúmenar voru fjölmennastir, en líka voru þar margir
Grikkir, Tyrkir, Pólverjar, Gyðingar og Sígaunar. Púsj-
kín var hér ekki meiri reglumaður en hann hafði verið í
höfuðborginni, drakk og svallaði, lenti í ýmsum ástar-
æfintýrum, barðist í einvígum hvað eftir annað, flakkaði
um tíma með Sígaunum, og telja sumir, að þessi ár hafi
verið þau æfiár hans, sem hann var mestur óreglumaður.
En smám saman fór Púsjkín að vaxa upp úr slarkinu
°g verða allt annar maður. Áhrifin frá Kákasusferðinni
°S áhrifin frá ensku bókmenntunum, einkum Byron, breyta
lunderni hans. Hann fer smám saman að fá óbeit á léttúð-
inni og guðleysinu, og alvaran hjá honum fer vaxandi.
Hann fór að langa til að komast burt frá Kisjenev, —
fannst hann vera þar of f jarri Norðurálfumenningunni og
sótti því um að komast þaðan. Var hann sumarið 1823
fluttur á skrifstofu Voronzovs gréifa, sem var jarl í
Odessa. Þóttist hann nú hafa himin höndum tekið, er hann
^om í þessa miklu og gömlu verzlunarborg, þar sem allt
var með Norðurálfusniði. Kona Voronzovs var fríð og
Sáfuð kona, og varð Púsjkín brátt mjög ástfanginn af
henni. En hann var enn ekki alveg orðinn laus við slark-
ið og óregluna, og Voronzov var strangur húsbóndi og
ekki eins vægur gagnvart yfirsjónum Púsjkíns og Insov
hafði verið. Var líka ekki laust við, að honum þætti full-
vnikið um kunningsskap þeirra Púsjkíns og konu sinnar.
^að bætti ekki fyrir Púsjkín, að hann lét óspart fjúka í
kviðlingum um hitt og þetta, sem fyrir kom, og var mjög
°pinskár í bréfum sínum. Lögreglan náði í sum. í einu
hréfi segir Púsjkín í gáska, að hann sé að fá tilsögn í guð-
leysi, og að sér þyki meira gaman að Goethe og Shake-