Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 74
72
Goðorð forn og ný.
[ Skírnir
ætla, að bæði hann og sonurinn, Hallur á Ásgeirsá, hafi
haft goðorðið í umboði Mosfellinganna, eða jafnvel átt
hluta af því. Nú kemur það heim og saman við þetta, að
Hafliði Másson hafi hlotið mannaforræði Mosfellinga í
Húnavatnsþingi með síðari konunni, Rannveigu, dóttur
Teits í Haukadal, og þess vegna flutzt úr átthögum feðra
sinna til Breiðabólsstaðar í Vesturhópi. Þorgils Oddason
var aftur á móti tengdasonur Halls Styrmissonar á Ás-
geirsá og hefir hann eflaust tekið arf eftir þá Ásgeirsár-
menn. Lét Þorgils af hendi við Hafliða, þá er sættir kom-
ust á þeirra milli, lönd þau, er hann átti í Norðlendinga-
fjórðungi.30 Má af líkum ráða, að Hafliða hafi einmitt
verið það kappsmál mikið að hreppa jarðir Þorgilsar í
Húnavatnsþingi, því sjálfsagt hafa ábúendur þeirra verið
fylgjendur og þingmenn hins síðarnefnda.
Þá er Þorgils hafði að fullu goldið Hafliða hinar gíf-
urlegu skaðabætur, sem honum var gert að greiða við
sættargerðina, segir sagan, að hann hafi bætt þar við
virðulegum gjöfum, „er honum hafði gefið Sigríður dótt-
ir Eyjólfs Snorrasonar goða austan frá Höfðabrekku, er
átt hafði Jón Kálfsson.31 Nærri má nú geta, að auðmaður-
inn og stórhöfðinginn Hafliði hafi ekki veitt slíkum gjöf-
um móttöku án endurgjalds, og kemur oss þá strax í hug
goðorðsgjöfin. Að þiggjandanum þarf heldur ekki langt
að leita. Snorri Kálfsson á Mel, faðir og afi þeirra Mel-
manna, sem síðar fóru með „goðorð Hafliðanaut“, var
tengdasonur Þorgilsar Oddasonar.32
Svo er sagt, að vinir og vandamenn Þorgilsar hafi
gefið honum fyrir upphæð jafnháa skaðabótunum, en
framlagið til gjafaskiftanna við Hafliða kemur frá Sig-
ríði gömlu á Höfðabrekku, eftir að Þorgils hafði þangað
sótt heimboð. Atriði þetta er harla athyglisvert og skýr-
ingin nærtæk. Snorri Kálfsson hefir verið gömlu konunni
nákominn — líklega sonarsonur hennar. Og þegar vér svo
athugum nafngiftirnar í ættunum, má þetta heita aug-
ljóst. Snorri átti eina systur, sem kunnugt er um, Sigríði.
Hún hefir borið nafn ömmu sinnar. Sjálfur bar Snorri