Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 49
Skírnir]
Gunnar á Hlíðarenda.
47
eitt sólblik kringum þreytuþyngdan mann
og þöglan: Gunnar bónda á Hlíðarenda.
Svo virtur enginn var sem fyrrum hann,
án vina og ættar nú á meðal fjenda,
því lengi sveimað um hann, ygld á brún,
hafði öfund lævís, skuggi frægðarinnar,
unz launsátrum og brögðum banarún
hann blóðga reist með hyrnu axar sinnar.
Hér beið nú hann, sem fyr skóp lögboð lands,
síns lokadóms, hins seka vígamanns.
í einum svip féll þögn á gervallt þing.
Með þyti vængja fuglar svifu í kring,
með hræðslu um egg, sem skýldi skor og rifa.
Þar hóf sig örn, þar heyrðist væl í lóm,
en hljóður fjöldinn nam hans sektardóm:
að sigla 1 útlegð eða dræpur lifa.
Frá gullnu bandi hvítrar húfu þungt
féll hárið síða. Hans ásýnd drúpti gránuð.
Hans yfirbragð, sem vorbjart var og hlýtt,
bar vetrarhrukkur eftir þennan mánuð.
Og skræku flimti ferð hans brott var smánuð
af förukonum tveim, sem bentu á hann,
og illskugleði úr augnakrókum brann,
er austur bar hann, lotinn, farinn mann.
Á heimatúni í hinzta sinni fór
hann hendi sinni um föngin græn og stór
af röku heyi, reiddu af engi að morgni.
Á rekkju hann settist þar í skálahorni,
sem nú lá elzti húskarl hans í kör.
Hans hönd, er skalf og fraus af ellikulda,
hann greip, en nam af svæfli hans engin svör,
um sína heimanferð á veginn dulda,
af feðraslóð, úr fósturstranda vör.
Þó voru landfleyg orðstef öldungs þessa.
Svo aldrei sláttur hófst né plæging lands,
svo hefndin aldrei exi tók að hvessa,