Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 45
Skírnir]
Njála og Skógverjar.
43
máli í þessari rannsókn, mannsaldrinum, þegar Njála
,er rituð, enda leggst nú niðamyrkur yfir þá frændur.
Svo heppilega vildi til, að nokkuð mátti átta sig, þegar
mest reið á, og sýndu heimildirnar þó sannarlega ekk-
ert örlæti. En eg hygg, að því athuguðu, sem að fram-
an greinir, að það sé næsta eðlilegt að hugsa sér eitt-
hvert samband milli Skógverja og Njálu. Þ,eir frændur
eru manna líklegastir til að hafa varðveitt frásagnir af
Njáli á Bergþórshvoli og sonum hans. Þeir voru á allan
hátt komnir nær frétt, að því leyti sem um slíkt er hægt
að tala á þeim tíma. Þó að staðháttum á Bergþórshvoli
þyki miður vel lýst í sögunni, þá er ekki vert að gleyma
alveg Káragróf og læknum, þar sem Kári slökkti á sér
eldinn: slíkir hlutir benda á heimildarmenn, sem hafa
verið kunnugri á þessum bæ en söguritarinn. Um mægð-
ir og vinfengi horfðu þeir frændur mjög til austurátt-
og Skeggjasynir voru Svínfellingar í móðurætt, og
tveir þeirra dvöldust þar nokkuð á yngri árum. Og af-
kvæmi annars þeirra virðast hafa átt heima eystra. Með-
a.1 þeirra frænda, tengdamanna þeirra eða vina virðist
sagan orðin til.
Mér hefir ef til vill orðið nokkuð tíðrætt um frá-
sagnir Skógverja um Njál á Bergþórshvoli. Þetta er
ekki af því, að ég hafi breytt um skoðun um einveldi
söguskáldsins yfir efninu. En þegar mér verður hugsað
til sögunnar og þess, hvernig hún hafi orðið til, er stund-
uin eins og mér gefi sýn inn í skálann í Skógum, þar
sem menn sitja við eld, en log eru enn ekki upp komin;
gamall maður segir sögur frá fyrri dögum. Fyrir barn-
ið, sem hlýðir á, blandast sagan við ljós og skugga á
Mjum og rjáfri, draumkennd saga, sem fölskvast eins
°g eldurinn á gólfinu, felst í öskunni, án þess að glóð-
in slokkni. Síðar á ævinni blása stormar lífsins nýju
iífi í þennan fólgna eld. Sumt af hinni gömlu sögu er þá
gleymt, margt skilið á annan veg en áður, flestu er
kreytt. Sögubrotin, meira og minna óljós, r,enna saman
við skáldskap annara snillinga, minningar auðugrar ævi,